Fara í efni

Aníta Hinriksdóttir mætti sterk til leiks í dag

Aníta sprækust í dag, 2:03,41 mín í undanrásum. Undanúrsli á morgun.
Aníta hljóp vel í dag
Aníta hljóp vel í dag

Aníta hljóp vel í undanrásum og varð langfyrst í sínum riðli en alls voru riðlarnir fjórir, alls bættu 6 stúlkur sinn besta tíma í dag. 16 stúlkur komast áfram og er Aníta með besta tíma þeirra allra 2:03.41 mín. Sahily Diago sem á best 1:57.74 mín hljóp á 2:04.60 mín, Zeyituna Mohammed sem á 2:01,55 mín hljóp á 2:04.47 mín og Georgia Wassall sem á 2:01,78 mín hljóp á 2:05,69 mín en þær komust allar áfram. Undanúrslitin verða á morgun, miðvikudag, kl. 13 að staðartíma eða kl. 20 að íslenskum tíma.  Aníta hleypur þar í fyrri riðli en í þeim riðli hleypur einnig Sahily Diago