Fara í efni

9 lífsstíls breytingar sem þú getur gert til að efla kynhvötina

Þetta eru einfaldar lífsstíls breytingar sem munu vonandi örva kynhvötina.
9 lífsstíls breytingar sem þú getur gert til að efla kynhvötina

Þetta eru einfaldar lífsstíls breytingar sem munu vonandi örva kynhvötina.

Hefur löngunin í kynlíf minnkað? Ekki örvænta því þú ert ekki ein/n um það.

Rannsóknir sýna að um þriðjungur kvenna og um 15% karlmanna hafa litla löngun í að stunda kynlíf reglulega. En það eru hlutir sem hægt er að gera til að örva þessa löngun.

Þjófstartaðu kynlífslönguninni með þessum góðu ráðum hér að neðan.

Prufaðu að skipta um getnaðarvarnarpillu

Hormónabreytingar geta tekið mikinn toll af þinni kynlífslöngun. Og getnaðarvarnarpillan getur átt stóran þátt í því, þær geta dregið úr framleiðslu líkamans á testosterone og í staðinn þá minnkar löngun í kynlíf. Sumar tegundir af pillunni geta orsakað sársauka í kynlífi.

Skiptið á milli ykkar heimilisverkunum

Eftir langan dag í vinnunni ferðu heim til að takast á við heimilisstörfin og foreldrahlutverkið. Eftir að börnin eru sofnuð tekur oft við tiltekt og jafnvel vinna sem þú tókst með þér heim. Í kjölfarið verður nánd milli hjóna og para sett aftarlega á listann. Ef hjón eða pör vinna bæði úti þá er mjög gott ráð að skipta á milli sín heimilisverkunum. Þetta getur gert það að verkum að nándin milli ykkar verður meiri og það hitnar í svefnherberginu.

Bætið kynlífi á „to do“ listann

Við plönum tíma hjá lækninum, fundi í vinnunni og að hitta vini í drykk – því ekki að plana kynlífið líka? Það er ekki voðalega rómó en að skipuleggja tíma til að eyða með þínum eða þinni heittelskuðu sýnir að þið eruð að leggja ykkur fram við að láta hlutina ganga vel og ganga upp.

Slakaðu á fyrir kynlíf

Það sem stressar þig yfir daginn – vinnan, einkunnir barnanna, leki kraninn inni á baði, hefur meiri áhrif á kynlífið en þú gerir þér grein fyrir. Stress fær líkamann til að framleiða meira af hormóni sem heitir cortisol, en líkaminn þafnast þess bara í litlum skömmtum, þetta hormón getur bælt niður löngun í kynlíf ef líkaminn framleiðir of mikið af því.

Passaðu mataræðið – borðaðu hreinan mat

Að passa upp á mataræðið getur svo sannarlega hækkað hitann í rúminu. Rannsókn sem gefin var út í The Journal of Sexual Medicine fann tengsl milli þess að hafa of hátt kólestról og möguleika á að fá standpínu hjá körlum. Þegar kólestról safnast saman í æðum þá gerir það erfiðara fyrir blóðflæðið að ná á rétta staði, þ.e miðjusvæði líkamans. Og þetta gerir það að verkum að það er erfiðara að fá fullnægingu. Passið upp á kólestrólið og borðið ávexti og grænmeti og hættið í feitum mat og mjólkurvörum.

Borðið kynorkuaukandi mat

Mælt er með avókadó, möndlum, jarðaberjum og ostrum.

Farið í göngu saman

Eða hlaupið saman, farið saman í ræktina eða jafnvel á matreiðslunámskeið – öll áhugamál sem þið gerið saman tengja ykkur betur og nándin verður meiri.

Hlustið á líkamann

Það getur verið læknisfræðilegt vandamál ef að upp kemur að löngun í kynlíf hefur minnkað eða horfið alveg. Þannig að ef þú hefur tekið eftir þyngdaraukningu, þurri húð, hárlosi og þreytu þá máttu ekki hunsa það – þetta gæti verið vandamál sem tengist skjaldkirtli. Einföld blóðprufa getur skorið úr því hvort þetta sér raunin.

Ekkert að gerast ? Farðu til læknis

Ef ekkert hefur breyst eftir að þú gerðir þínar lífsstíls breytingar þá gætu lyf hjálpað til. Leitað til læknis og láttu hann skera úr um hvort lyf sé nauðsynlegt eða ekki.

Heimild: health.com