Fara í efni

4 góðar ástæður til að drekka vatn

Vatn er lífsorkan okkar. Án vatns myndi allt líf á jörðu deyja. Og án þess að ég fari að vera voða djúp hérna að þá vita allir þetta með vatnið, er það ekki annars ?
Vatn er lífsins nauðsyn
Vatn er lífsins nauðsyn

Vatn er lífsorkan okkar. Án vatns myndi allt líf á jörðu deyja. Og án þess að ég fari að vera voða djúp hérna að þá vita allir þetta með vatnið, er það ekki annars ?

 

Meiri orka.

Stærsta ástæða þess að við finnum fyrir þreytu og lélegu úthaldi er vökvatap í líkamanum.  Ef þú passar upp á að drekka næginlegt vatn yfir daginn þá skerpir þú einnig einbeitingu og ert fljótari að hugsa.

Heilbrigð húð.

Drekkir þú næginlegt magn af vatni þá ertu að halda réttu rakastigi í húðinni þinni.  Réttur raki í húð kemur í veg fyrir hrukkur og bauga.  Einnig skolar vatnið eiturefnum sem þú hefur innbyrt yfir daginn út úr líkamanum.

Þú grennist.

Að halda réttu vökvamagni í líkamanum passar upp á að öll líffæri virki sem skyldi. Þannig brennir þú einnig fitu.  Og það besta við vatn er að það inniheldur engar kaloríur.

Líkaminn þarfnast vatns.

Vatn hjálpar til við að næring og súrefni ferðist um líkamann og öll okkar nauðsynlegu líffæri. Það heldur réttum líkams hita ásamt því að verja liðina og líffærin.

Munum eftir vatnsflöskunni þegar við förum í vinnu á morgnana og pössum upp á að missa ekki niður vökvan við æfingar.