2. pistil: Hvađ er heilabilun? eftir Jón Snćdal

Latneska heitiđ “Dementia” er
myndađ af orđinu “mens” sem
ţýđir hugur/hugsun og fyrir
framan er minnkunarforskeytiđ
“de”. Orđiđ ţýđir ţannig
“minnkandi hugsun” sem er mjög
lýsandi fyrir ástandiđ. Ţetta
heiti hefur veriđ ţýtt á íslensku
svo sem venja er en ţađ eru hins
vegar til tvćr ţýđingar. Önnur er
“vitglöp” sem er nánast bein
ţýđing en sem ekki margir nota
og “heilabilun” sem hefur fengiđ
miklu meiri útbreiđslu ţótt sumum
finnist ţađ heldur niđrandi.

Heilabilun hjá gömlu fólki (latína: dementia senilis; enska: senile dementia)
hefur einnig veriđ nefnd “elliglöp” og sést ţađ stundum notađ. Heilabilun hjá
ţeim sem eru yngri en 65 ára (latína: dementia presenilis; enska presenile
dementia) hefur veriđ nefnd “reskiglöp” en ţađ er ţó sjaldan notađ. Latneska
orđiđ “dementia” er notađ í tungumálum nágrannaţjóđanna en međ mismunandi
stafsetningu svo sem í ensku (dementia), frönsku (démence), ţýsku (demenz) og
í öllum norđurlandamálunum (oftast demens eđa dementia).
Heilabilun er ástand sem á sér margar orsakir. Ástandiđ felur í sér ađ viđkomandi
einstaklingur getur vegna minnisskerđingar eđa annarra breytinga í hugsun ekki
lengur séđ eins um sig og ţarf einhverja ađstođ. Ţessi skilgreining virđist einföld
en er snúin ţegar nánar er ađ gáđ. Virkni og skyldur einstaklinga eru afar misjöfn
ţví ţađ er mikill munur á kröfum til einstaklings í ábyrgđarmiklu starfi og til ţess
sem hefur veriđ utan vinnumarkađar í langan tíma. Sá síđarnefndi getur ţví veriđ
kominn međ töluverđa skerđingu áđur en hann telst vera međ heilabilun
samkvćmt ţessari almennu viđmiđun en sá fyrrnefndi uppfyllir fyrr skilyrđi
heilabilunar. Svo er gerđur greinarmunur eftir aldri ţegar notađar eru alţjóđlegar
viđmiđanir svo sem sjúkdómameinaskrá WHO (kallast ICD). Aldursmörkin eru
65 ár sem er algengasti aldur fyrir töku lífeyris í heiminum og eru ţessi mörk ţví
frekar félagsleg en líffrćđileg ţótt ţau séu hér notuđ í líffrćđilegum tilgangi. Á
íslensku er einfaldlega talađ um snemmkomna heilabilun
(sem hefst fyrir 65 ára aldur) og síđkomna heilabilun (sem hefst frá og međ 65 ára aldri)1).

Heilabilun er venjulega skipt í ţrjú stig; vćg, miđlungs og alvarleg međ vaxandi
einkennum og ţjónustuţörf. Algengustu ástćđurnar eru vegna einhvers konar
taugahrörnunarsjúkdóma í heila en sá algengasti er Alzheimer sjúkdómur en
nćst á eftir koma Lewy sjúkdómur, Parkinson heilabilun og flokkur
framheilabilunar. Fyrst fer einstaklingurinn ţó í gegnum forstig heilabilunar og
verđur gerđ nánari grein fyrir ţví í nćsta pistli. Sum tilvik heilabilunar myndast
hins vegar skyndilega, einkum vegna blóđrásartruflunar í heila (blóđtappi eđa
blćđing) eđa slyss.
Heilabilun er mjög aldursháđ og mjög algeng á efstu árum. Taliđ er ađ um 2%
allra sem eru 65 ára séu međ heilabilun af einhverjum orsökum og svo tvöfaldast
tíđnin á hverjum 5 árum fram undir nírćtt ţegar ţetta á viđ um ţriđjung allra.
Ţessi aldurstengda aukning er sameiginleg niđurstađa fjölmargra rannsókna ţótt
ţćr sýni ekki allar sömu aldurstíđni og eru ofangreindar tölur ţví međaltal. Tíđni
heilabilunar hefur heldur minnkađ hlutfallslega en vegna mikillar aukningar
eldra fólks heldur fjöldi sjúklinga áfram ađ aukast mikiđ nćstu tvo áratugi2).
Í nćstu pistlum verđur rćtt um forstig heilabilunar og skođađ til hvađa ráđa er
hćgt ađ grípa, bćđi hvađ varđar forvarnir og međferđ.

Heimildir :
1) https://icd.who.int/browse11/l-m/en
2) https://www.who.int/mental_health/neurology/dementia/dementia_the maticbrief_epidemiology.pdf

Grein eftir Jón Snćdal  öldrunarlćkni

Alzheimer.is

  • Alvogen


Athugasemdir

Svćđi

  • Um Heilsutorg
  • Twitter
  • Heilsutorg á Facebook
  • Mobile útgáfa af heilsutorg.com
  • Veftré