Fara í efni

Greinar

Slímhúðarflakk er afar erfiður sjúkdómur

Hvað er slímhúðarflakk og hver eru einkenni þess?

Slímhúðarflakk, öðru nafni slímhúðarvilla, hefur fræðiheitið endometriosis. Það er dregið af endometrium sem er heitið á slímhúðinni sem vex mánaðarlega innan í legi kvenna og þroskast þar til þess að mynda beð fyrir frjóvgað egg.
Fimm staðreyndir um snjó

Fimm staðreyndir um snjó

Það vantar ekki snjóinn á Íslandi þessa dagana og því tilvalið að afla sér smá þekkingar um fyrirbærið.
Frunsur eru afar hvimleiðar

Frunsur og Herpes eru vírusar sem eiga ekki að vera feimnismál

Herpes simplex vírusinn orsakar frunsur, en þær eru einnig kallaðar blöðrur og myndast á vörunum og í kringum munninn.
Raki og mygla í húsum

Raki og mygla í húsum

Sjúkdómar þróast vegna flókins samspils erfða og umhverfis. Einn veigamesti umhverfisþáttur hér á landi er inniloftið þar sem við verjum mestum hluta lífsins innandyra við leik og störf en myglusveppur eða mygla getur ógnað gæðum þess lofts.
Heilsan og námið

Heilsa og próf

Það að vera í námi getur verið mikill streituvaldur. Sérstaklega á prófatímum og við verkefnaskil. Með því að þekkja sjálfan sig og helstu úrræði er aftur á móti hægt að draga úr streitu með ýmsum aðferðum.
Þegar foreldrar okkar eldast

Þegar foreldrar okkar eldast

Margir sem komnir eru yfir miðjan aldur eiga foreldra sem eru farnir að þurfa á aðstoð að halda. Þessi grein sem fjallar einmitt um það efni, birtist bandarísku vefsíðunni AARP. Hún er eftir Barry J. Jacobs sálfræðing og fjölskylduráðgjafa. Þótt hún taki mið af aðstæðum í Bandaríkjunum má ýmsilegt af henni læra þannig að hún birtist hér í íslenskri þýðingu.
Ekki gleyma D-vítamíninu þegar dimma tekur

Við þurfum D-vítamín þegar sólin lækkar á lofti - ert þú farin að taka þitt D-vítamín?

Rannsóknir hafa sýnt að Íslendingar fá allt of lítið af þessu mikilvæga vítamíni úr fæðunni og að styrkur D‐vítamíns í blóði þeirra sem hvorki taka lýsi né önnur fæðubótarefni er töluvert undir viðmiðunarmörkum.
Vöruþróun á tilbúnum réttum, bættum með lífvirkum efnum úr hafinu

Vöruþróun á tilbúnum réttum, bættum með lífvirkum efnum úr hafinu

Markmið verkefnisins EnRichMar er að auka verðmæti tilbúinna rétta með því að bæta í þá lífvirkum efnum, unnum úr hráefni úr hafinu. Matís stýrir verkefninu sem er samstarfsverkefni rannsóknarfyrirtækja og smárra og meðalstórra fyrirtækja í fimm Evrópulöndum
D-vítamín

D-vítamín

Búum við við skort og þarf markvisst að D-vítamínbæta matvæli ?
Fjölvöðvagigt - grein frá gigt.is

Fjölvöðvagigt - grein frá gigt.is

Fjölvöðvagigt (Polymyalgia Rheumatica - PMR) og Risafrumuæðabólga (Temporal Arteritis) Fjölvöðvagigt eða polymyalgia rheumatica (PMR), er fremur algengur gigtarsjúkdómur hjá eldra fólki. Meðalaldur þeirra, sem fá sjúkdóminn er um 70 ár. Árlega greinast um 20 - 50 ný tilfelli á hverja 100.000 íbúa en talið er, að á hverjum tíma séu um 500 manns með sjúkdóminn á hverja 100.000 íbúa. Hér eru þeir einnig taldir með, sem eru orðnir einkennalausir, en þurfa á eftirliti að halda. Ekki er vitað nákvæmlega um tíðni sjúkdómsins hér á landi, en engin ástæða er að ætla að hún sé önnur en komið hefur í ljós í rannsóknum erlendis. Það þýðir, að um 1500 manns eru haldnir sjúkdómnum hér á landi á hverjum tíma. Sjúkdómurinn er heldur algengari hjá konum en körlum.
Að meðhöndla vonbrigði betur

Að meðhöndla vonbrigði betur

Vonbrigði kalla oft fram vanlíðan og vonleysi. Það eru eðlileg viðbrögð. Þetta er ekki besta tilfinning í heimi, en óneitanlega hluti af litrófi lífsins.
Áfallahjálp

Áfallahjálp

Áfallahjálp er hugtak sem hefur verið notað í rúman áratug á Íslandi. Áfallahjálp er skammvinn fyrirbyggjandi íhlutun sem veitt er þeim sem orðið hafa fyrir hættu sem ógnar lífi eða limum og þeim sem verða vitni að ofbeldi, líkamsáverkum eða dauða.
Er maturinn á jólahlaðborðinu öruggur?

Er maturinn á jólahlaðborðinu öruggur?

Nú er tími jólahlaðborða á veitingastöðum og vinnustöðum runninn upp. Auk þess að hafa góðan mat í boði fyrir neytendur þurfa rekstraraðilar veitingahúsa að tryggja öryggi matvælanna. Mikilvægt er að starfsfólk hafi þekkingu á mikilvægi hreinlætis og réttrar meðhöndlunar matvæla til að koma í veg fyrir hættur. Hér eru nokkur atriði sem rekstraaðilar og starfsfólk veitingahúsa þurfa að hafa í huga við framkvæmd jólahlaðborða.
Hvernig á að losna við andfýlu

Hvernig á að losna við andfýlu

Morgunandremma er leiðinlegt vandamál, reyndar er ekki svo erfitt að losna við hana með tannburstanum en þessar örfáu mínútur sem geta liðið frá því að við vöknum og þar til burstinn vinnur sitt verk virðast stundum margar klukkustundir. Nú hafa vísindamenn uppgötvað að ein baktería sem lifir í munninum okkar getur breytt aðstæðum þar til hins betra og látið andremmuna heyra sögunni til.
Fá íslensk börn nægjanlegt magn D-vítamíns?

Fá íslensk börn nægjanlegt magn D-vítamíns?

Mikið hefur verið rætt um mikilvægi D-vítamíns undanfarið. Nýlegar rannsóknir benda til þess að það hafi mun víðtækari áhrif í líkamanum en áður var talið. Það sé því ekki einungis mikilvægt fyrir beinheilsu, heldur geti einnig tengst þróun ýmissa sjúkdóma.
Að missa vinnuna er öllum áfall

Að missa vinnuna er öllum áfall

Að missa vinnuna er öllum áfall.
Tannheilsa og reykingar

Tannheilsa og reykingar

Hlustar þú á staðreyndir?
Hann er ekki geðslegur myglusveppurinn

Myglusveppir og heilsa

Myglusveppir eru rakasæknar örverur eins og bakteríur og efni sem gufa upp í andrúmsloftið þegar byggingarefni eru rök og geta hlaðist upp í lofti innandyra og haft neikvæð áhrif á heilsu, á mismunandi vegu. Það er t.d mismunandi á milli tegunda hvaða áreiti þeir geta valdið.
Allt sem þú þarft að vita um magnesíum

Allt sem þú þarft að vita um magnesíum

Líkaminn þarfnast magnesíum til ýmissa verka.
Fjölbreytt fæða eða fæðubótarefni ? – fyrri hluti

Fjölbreytt fæða eða fæðubótarefni ? – fyrri hluti

Fæðubótarefni eru í tísku, þau eru fjölmörg og mikið auglýst, mörg hver með loforðum um bætta heilsu og árangur.
Teitur Guðmundsson, Læknir . MD

Sveppasýkt heimili og vinnustaðir

Við höfum orðið vör við fréttaflutning af einstaklingum og heilu fjölskyldunum sem búa í húsum þar sem myglusveppur ræður ríkjum, veikir ónæmiskerfi þeirra og veldur hinum ýmsu einkennum allt frá slappleika til þess að gera íbúa óstarfhæfa sökum veikinda. Það var nýlega sagt frá slíku á Egilsstöðum þar sem hefur komið í ljós að nokkur fjöldi nýlegra húsa þar og íbúar þeirra glíma við slíkt vandamál, þá hafa komið upp dæmi víðar jafnt í íbúðar- sem og vinnuhúsnæði.
Hlutverk og starfsemi miðtaugakerfisins

Hlutverk og starfsemi miðtaugakerfisins

Miðtaugakerfið er röð allmargra afmarkaðra líkamshluta sem gerðir eru úr taugafrumum (taugungum) ásamt bandvefsfrumum. Efst eru þessir líkamshlutar fólgnir í höfuðkúpunni en neðar í hryggsúlu.