Helsta ástæða þess að við verðum andfúl á morgnanna er að á meðan við sofum myndast aðstæður í munninum sem henta betur bakteríum sem framleiða illa lyktandi gastegundir. En hvað ef við gætum haldið vexti þessara baktería í skefjum?
Lausnin virðist felast í því að hafa bakteríuna Streptococcous salivarius til staðar í munninum. Þessi baktería heldur andfýlu-bakteríunum í skefjum jafnvel ef aðstæður breytast í stuttan tíma. Í samantekt sinni á Business Insider bendir Lydia Ramsey á að mögulega væri hægt að koma bakteríunni fyrir í munnspreyi eða munnskoli, til að passa uppá að henni sé viðhaldið í munninum.
Hingað til hafa ekki komið á markað fyrirbyggjandi munnskol sem innihalda bakteríur, einungis munnskol sem drepa allar bakteríur. Mögulega munum við þó sjá breytingu þar á í framtíðinni en áður en það gerist þarf að rannsaka hvort Streptococcous salivarius hafi mögulega einhver önnur áhrif á líkamann. Það verður spennandi að sjá hvort morgunandremman verði mögulega vandamál sem barnabörnin okkar kannast ekki við.
Grein af vef hvatinn.is