Fara í efni

Sykursýki á meðgöngu

Hvað er sykursýki á meðgöngu?
Sykursýki á meðgöngu

Hvað er sykursýki á meðgöngu?

Meðgöngusykursýki uppgötvast á meðgöngu og hverfur yfirleitt eftir fæðingu. Hún er algengari hjá konum, sem eiga ættingja með sykursýki eða eru of þungar. Sjúkdómurinn er yfirleitt einkennalaus og þarf því að ganga úr skugga um hvort hann sé til staðar með sykurþolsprófi. Meðgöngusykursýki má yfirleitt meðhöndla með réttu mataræði. Konur sem fá sjúkdóminn snemma á meðgöngu eiga á hættu að fá insúlínóháða sykursýki seinna meir.

Hver er orsök sykursýki á meðgöngu?

Í briskirtlinum er framleitt hormónið insúlín sem lækkar sykurinn í blóðinu. Ef framleiðsla briskirtilsins á insúlíni er ekki næg verður blóðsykurinn of hár og viðkomandi fær sykursýki. Á meðgöngu er insúlínþörf líkamans meiri en venjulega og ef briskirtillinn getur ekki svarað þeirri þörf þróast sykursýki. Eftir fæðinguna verður insúlínþörfin eðlileg á ný og sjúkdómurinn hverfur.

Ef þú færð sykursýki á meðgöngu er meiri hætta á að þú fáir sykursýki seinna á ævinni þar sem framleiðsla insúlíns minnkar með aldrinum. Það má draga úr hættunni á myndun sykursýki með því að forðast þætti, sem ýta undir myndun sjúkdómsins (offita, óhollt mataræði, lítil líkamshreyfing).

Hver eru einkennin?

Sykursýki á meðgöngu er yfirleitt einkennalaus.

Þetta afbrigði sykursýki er því oftast greint með sykurþolsprófi.

Sykurþolspróf er fengið:

 • Ef það er ættarsaga um sykursýki, og gildir þá einu hvora tegundina er um að ræða
 • Ef móðir hefur áður fætt stór börn (>4500 grömm)
 • Ef móðir þjáist af offitu fyrir þungunina
 • Ef konan hefur haft tvö eða fleiri fósturlát
 • Ef konan hefur áður haft óeðlilegt sykurþolspróf
 • Ef glúkósi finnst í þvagi tvisvar eða oftar
 • Ef konan er eldri en 35 ára.

Sjálfshjálp

 • Það er mikilvægt að borða rétt fæði; forðast sykur.
 • Þú getur lært að mæla blóðsykurinn og þannig metið sjálf hvort meðhöndlunin er í lagi.
 • Eftir fæðinguna er mikilvægt að vera meðvituð um, að meiri hætta er á því að konan fái insúlínóháða sykursýki síðar á ævinni.
 • Hægt er að draga úr áhættunni að fá sykursýki seinna meir með því að:

Forðast að verða of þung

Borða hollan mat

Stunda reglulega líkamshreyfingu

Hvernig greinir læknirinn sjúkdóminn?

Með því að mæla blóðsykursgildin, jafnvel með sykurþolsprófi.

Hreyfing og rétt mataræði

Mælt er með reglulegri hreyfingu.

Fæðið á að vera fitulítið, sykurskert og kolvetnissnautt (þ.e.a.s. kartöflur, hrísgrjón, pasta o.s.frv.). Ráðfærið ykkur við næringarfræðing, ljósmóður eða fæðingarlækni vegna sérþarfa á meðgöngu.

Batahorfur

Ef sykursýki á meðgöngu er ekki meðhöndluð er hætta á ýmsum fylgikvillum, barnið verður mjög stórt og getur fengið blóðsykurfall eftir fæðinguna og fleira. Góð stjórnun á blóðsykri dregur mikið úr hættu á fylgikvillum.

Eins og áður er sagt er móðirin í aukinni hættu á að fá insúlínóháða sykursýki seinna meir og á meðgöngunni er meiri hætta á fóstureitrun með háum blóðþrýstingi.

Hver er meðferðin?

Rétt mataræði.

Stundum getur verið nauðsynlegt að gefa insúlín og þá er yfirleitt gefið stuttverkanditegund fyrir máltíðir en langvirk tegund fyrir svefninn.

Hvaða lyf eru í boði?

Hraðvirkt insúlín í sprautuformi:

Actrapid® Actrapid® Pen Actrapid® Penfill
Humalog® Humalog® Mix 25 Humalog® Pen
Humulin® Regular®

Meðal-langvirk:

Humulin® NPH Humulin® NPH Pen Insulatard®
Insulatard® Pen® Insulatard® Penfill® Monotard®

Meðal-langvirk en fljótvirk í upphafi:

 

Humulin® Mix 30/70 Mixtard® 30/70 Mixtard® 30/70 Penfill®
Mixtard® 10/90 Pen® Mixtard® 20/80 Pen® Mixtard® 30/70 Pen®
Mixtard® 40/60 Pen® Mixtard® 50/50 Pen®