Fara í efni

SJÚK ÁST

SJÚK ÁST

Sjúk ást er titill átaks sem Stígamót standa fyrir og hófst í aðdraganda Valentínusardagsins, 14. febrúar 2018.

Með átakinu viljum við vekja athygli á einkennum heilbrigðra, óheilbrigðra og ofbeldisfullra sambanda meðal ungmenna. Markmið átaksins er að koma í veg fyrir ofbeldi með fræðslu um heilbrigð samskipti og áherslu á virðingu í samböndum. Markhópurinn eru ungmenni í grunn- og framhaldsskólum.

Nafn átaksins er tvírætt: Eruð þið sjúklega ástfangin? Eða eruð þið „sjúk“lega ástfangin? Þetta vísar í hvað línan milli heilbrigðs og óheilbrigðs sambands getur oft verið óskýr í huga okkar.

Það er mikilvægt að velta þessum hlutum fyrir sér og fá ungmenni til að tileinka sér heilbrigð samskipti. 

Hér er slóð á heimasíðuna

HÉR er linkur á Facebook síðuna Sjúk ást.