Rúmin mega ekki vera það lág að það komi átak á hnén þegar fólk stendur upp,“ segir Herdís Vattnes, starfsmaður Betra baks. Herdís segir að rúmið megi ekki heldur vera svo hátt að það sé erfiðleikum bundið að setjast á það. Hún segir að algengasta hæðin á rúmum sé 60 til 70 sentímetrar.
Það skiptir líka máli hversu breitt rúmið er. „Ég ráðlegg engum að velja sér rúm sem er mjórra en 90 sentimetrar á breidd. Það er algert lágmark, en ég myndi segja að þægilegt einstaklingsrúm væri frá einum metra og upp í 1,20. Fyrir hjón eða pör myndi ég ráðleggja fólki að kaupa rúm sem væri ekki mjórra en 1,60 og svo er hægt að fá mun breiðari rúm,“ segir Herdís.
Grein frá lifdununa.is