Fara í efni

Ef þú ert kona hugsar þú um hjartaheilsu þína?

Ef þú ert kona hugsar þú um hjartaheilsu þína?

Tveir þriðju hlutar kvenna hugsa ekki um hjartaheilsu sína fyrr en eftir fimmtugt en eru sannfærðar um að maki þeirra muni fá hjartaáfall, þó að jafn margar konur og karlar látist sökum hjartasjúkdóma.

Jafn margar konur og karlar látast sökum hjartasjúkdóma, samt sýna nýjustu rannsóknir að konur einbeiti sér frekar að hjartaheilsu eiginmannsins og hundsa sína eigin, en það gæti orðið þeim dýrkeypt.

Nýleg rannsókn sýnir að yfir 30% kvenna hafa áhyggjur af heilsu maka síns og hafa áhyggjur af því að hann eigi eftir að fá hjartaáfall. Samkvæmt rannsókninni eru um tveir þriðju hlutar kvenna sem spá ekkert í hjartaheilsu sinni fyrr en eftir fimmtugt, þrátt fyrir að hjartasjúkdómar séu dánarorsök hjá einum af hverjum þremur konum og körlum.

Hingað til hafa rannsóknir sýnt að konur þrói með sér hjartasjúkdóma um fimm til tíu árum seinna en karlar, en nýrri rannsóknir benda aftur á móti til að þetta bil sé að minnka.

„Það er mýta að ungar konur fái aldrei kransæðasjúkdóma, konur á tvítugsaldri geta fengið hjartaáfall. Það sem meira er, nýjustu tölur sýna að þegar ungar konur fá hjartaáfall þá eru þær líklegri til að deyja heldur en karlar á sama aldri“ segir Dr. Jane Flint, hjartasérfræðingur og stjórnarmeðlimur hjá Bresku hjartasamtökunum.

Þetta gæti meðal annars verið vegna þess að konur gera ekki ráð fyrir hjartavandamálum svona ungar og bíða með að leita sér aðstoðar. Einnig sýna rannsóknir að margir heimilislæknar séu ekki með augun opin fyrir hjartasjúkdómum hjá . . . LESA MEIRA