Fara í efni

Blæðingar og einkennilegar hægðir – kannist þið við þetta konur?

Kannast þú við breytingar á hægðum á meðan á blæðingum stendur?
Blæðingar og einkennilegar hægðir – kannist þið við þetta konur?

Kannast þú við breytingar á hægðum á meðan á blæðingum stendur?

Þær eru nokkrar ástæðurnar fyrir því afhverju hægðirnar hjá þér geta verið svona agalega einkennilegar á meðan þú ert á blæðingum.

Flestar okkar eru opnar þegar kemur að „gleðinni“ sem fylgir því að fara á blæðingar, má nefna krampa, uppþembu og aum brjóst. En það er ein aukaverkun í viðbót sem þarf líka að ræða. Því að ræða hlutina getur létt á manni, já og við erum að tala um hægðir á meðan á blæðingum stendur.

Þetta er ekkert eins hjá öllum en það er ekki óalgengt að þínar reglulegu hægðir fari í tímabundið frí á meðan þú ert á blæðingum, eða að þær breytist í niðurgang, já eða bæði.

„Margar konur finna fyrir breytingum á hægðum aðeins fyrir eða á meðan á blæðingum stendur“ En þetta segir Kyle Staller, M.D við Massachusetts General Hospital.

Þú hefur eflaust tekið eftir þessu en kannski ekki spáð mikið í því eða ástæðunni fyrir þessum breytingum. Þessi breyting er í raun líffræðileg orsök og ættu allar konur ættu að vita hver sú orsök er.

„Ástæðan fyrir því að hægðirnar fara að verða einkennilegar er að miklu leiti hormónum að kenna“ segir Dr. Staller.

Hægðartregða stuttu fyrir blæðingar getur stafað af aukningu á progesterone hormónum, en þeir fjölga sér á tímabili milli eggloss og þar til blæðingar byrja. Progesterone getur orsakað það að matur hreyfist hægar í gegnum líkamann og veldur því hægðartregðu.

En hvað þá þegar konur fá niðurgang? Það sem veldur niðurgangi er efni sem líkist hormónum og heitir prostaglandins. 

Frumurnar sem fóðra legið, endometrial frumur framleiða prostaglandins, en þær losna í leginu rétt fyrir og á meðan á blæðingum stendur.

Ef líkaminn framleiðir mikið af prostaglandins þá kemst það í vöðvana sem fóðra þarmana. Þar orsaka þeir samdrætti svona svipað og í leginu og þar af leiðandi niðurgang.

En eins og með flest allt, þá er þetta ekki eins hjá öllum konum. Ef þú tekur eftir hægðartregðu eða niðurgangi í kringum tíma blæðinga þá er þetta mjög líklega það sem orsakar þessar breytingar.

Einnig er möguleiki á að ef þú ert með heilsufarsleg vandamál þá megi kenni þeim um þessar breytingar á hægðum.

Ef þú ert að berjast við sjúkdóma eins og endometriosis, crohn´s, iðrabólgu eða sáraristilbólgur þá geta þessir sjúkdómar blossað upp á meðan á blæðingum stendur.

Ef þú lendir í vandræðum með hægðirnar á meðan á blæðingum stendur þá eru nokkrir hlutir sem þú getur gert til að auðvelda þér að komast í gegnum þetta.

Það sem skiptir mestu máli er að vita hvað er eðlilegt hjá þér á meðan á blæðingum stendur og hvað þú getur gert til að minnka þau einkenni. Sem dæmi, ef þú færð mikinn niðurgang og þú veist að kaffi ýtir undir hægðalosun, þá skaltu minnka eða sleppa kaffinu á meðan þetta gengur yfir segir Dr. Farhadi.

Einnig er góð hjálp í að taka inn lyf sem heitir Immodium á fyrsta degi blæðinga, ef þú átt von á að fá niðurgang. Gott er að hafa Immodium í veskinu t.d svona til vonar og vara.

Ef þú ert hins vegar að berjast við hægðartregðu á meðan á blæðingum stendur þá skaltu bæta trefjum við mataræðið og drekka nóg af vatni.

Ef að hægðir eru mikið vandamál á meðan á blæðingum stendur þá skal leita læknis.

Blæðingar eru nógu hvimleiður hvilli sem heimsækir okkur konur mánaðarlega og við ættum ekki að þurfa að vera að berjast við aukalega hvilla á meðan og geta varla leyft okkur að fara langt frá klósettinu.

Heimild: self.com