Fara í efni

RAW súkkulaði orku kúlur – Uppskrift

Einnig er sniðugt að gera þessa orku kúlur til að taka með sér í nesti til vinnu og skóla.
RAW súkkulaði kúlur
RAW súkkulaði kúlur

Þessar súkkulaði kúlur ættir þú að geta fengið þér án nokkurn samviskubits, seðja sykurlöngun sem sækir stundum á þig og hver kúla inniheldur tæplega 5gr af prótíni.  Einnig er sniðugt að gera þessa orku kúlur til að taka með sér í nesti til vinnu og skóla.  

 

Hráefni

Gerir ca: 18 kúlur 

  • 1 skeið af vanillu próteini
  • 1 skeið af súkkulaði próteini
  • 1 bolli möndlu hveiti 
  • ½ bolli möndlu smjör eða hnetu smjör 
  • ¼ bolli af Maple sýropi 
  • ¼ bolli dökkt súkkulaði (helst 80%)

Aðferð 

Settu saman í skál próteinið og möndlu hveitið og hrærðu því létt saman.  Bættu við smjörinu og sýrópinu og blandaðu vel saman þar til að þetta er orðið að góðu stífu kökudeig.  Bættu nú súkkulaðibitum við í lokinn og hrærðu þessu vel í.  Notaðu matskeið til að rúlla upp í kúlur og þú ert komin með súper hollar súkkulaði orku kúlur.  Geymist í kæli.  

Þú getur útfært þessa uppskrift með þínu uppáhalds hnetum eða bragði.  Notaðu hugmyndar flugið og þú sleppur nánast við allt súkkulaði kaup þegar þú ert komin með þessa uppskrift.