Fara í efni

OZANIMOD LOFAR GÓÐU FYRIR ÞÁ SEM ERU MEÐ MS Í KÖSTUM

Í apríl-hefti læknatímaritsins Lancet voru birtar niðurstöður fasa-II rannsóknar á lyfinu Ozanimod og lofa niðurstöður góðu fyrir þá sem eru með MS í köstum.
OZANIMOD LOFAR GÓÐU FYRIR ÞÁ SEM ERU MEÐ MS Í KÖSTUM

Í apríl-hefti læknatímaritsins Lancet voru birtar niðurstöður fasa-II rannsóknar á lyfinu Ozanimod og lofa niðurstöður góðu fyrir þá sem eru með MS í köstum.

Samkvæmt þeim dró Ozanimodverulega úr sjúkdómsvirkni þátttakenda yfir 24 vikna tímabil auk þess sem aukaverkanir þykja óverulegar.

Lyfið er nú prófað í stærri 2ja ára fasa-III rannsókn til að staðfesta niðurstöðurnar.

Ef allt gengur vel má vænta þess að lyfið komi á markað innan fárra ára.

Í rannsókninni, sem ber heitið RADIANCE, tóku þátt 258 einstaklingar með sjúkdómsgerðina MS í köstum og komu þeir frá 55 MS-sjúkrastofnunum í Bandaríkjunum og 12 Evrópulöndum. Þátttakendur voru á aldrinum 18-55 ára, allir með virkan sjúkdóm og með fötlun mælda á EDSS-fötlunarmælikvarðanum á bilinu 0 til 5.

Valkostur með Gilenya

Verkun Ozanimod er svipuð og Gilenya sem hefur verið í notkun á Íslandi frá árinu 2013 og reynst mörgum vel. Gilenya fækkar köstum um 50% og að auki fengu um 70% þátttakenda engin köst á rannsóknartímabilinu sem stóð í tvö ár.

Gilenya geta hins vegar fylgt aukaverkanir eins og slæmar sýkingar og áhrif á hjarta og blóðþrýsting, sjónudepilsbjúg, sem lýsir sér sem versnun á sjón, og breytingar á lifrastarfsemi.

Því gæti Ozanimod mögulega reynst góður valkostur við Gilenya, með svipaða virkni en án hættulegra aukaverkana.

Heimild hérhér og hér 

Bergþóra Bergsdóttir.

Af vef msfelag.is