Fara í efni

Ótrúlegur árangur með nýrri meðferð til MS sjúkdómnum

Í klínískum prófunum á nýrri meðferð gegn MS upplifðu 17 einstaklingar af 24 stöðnun á framvindu sjúkdómsins. Í sumum tilfellum gengu einkenni til baka að einhverju leiti. Einn einstaklingur í rannsókninni sem áður var bundinn hjólastól gat hætt að nota hann og sneri aftur til vinnu þremur árum eftir meðferðina.
Ótrúlegur árangur með nýrri meðferð til MS sjúkdómnum

Í klínískum prófunum á nýrri meðferð gegn MS upplifðu 17 einstaklingar af 24 stöðnun á framvindu sjúkdómsins.

Í sumum tilfellum gengu einkenni til baka að einhverju leiti.

Einn einstaklingur í rannsókninni sem áður var bundinn hjólastól gat hætt að nota hann og sneri aftur til vinnu þremur árum eftir meðferðina.

Því miður er meðferðin ekki gallalaus og dró hún einn einstakling til dauða á meðan á rannsókninni stóð. Unnið er að því að bæta lyfjagjöfina til að gera meðferðina öruggari í framkvæmd.

Meðferðin hefur verið notuð sem meðferð gegn krabbameini en fyrir tilviljum uppgötvaðist að þeir krabbameinssjúklingar sem einnig þjáðust af MS sáu jákvæðar breytingar á sjúkdómnum eftir meðferðina.

Meðferðin fer þannig fram að beinmergur sjúklingsins er fjarlægður að hluta til. Sjúklingurinn gengst síðan undir lyfjameðferð til að drepa þær ónæmisfrumur sem eftir eru í líkamanum. Þegar því er lokið er stofnfrumum, sem ræktaðar eru úr beinmergssýni sjúklingsins, sprautað í blóðrásina. Gætt er að því að frumurnar séu á frumstigi og hafi ekki myndað þá galla sem valda MS.

Rannsóknin sem um ræðir hófst árið 2000 við Ottawa Hospital Research Institute í Kanada og voru niðurstöður úr henni birtar í The Lancet í vikunni.

Fyrir utan þá áhættu sem fylgir meðferðinni hefur hún ýmsar aukaverkanir í för með sér. Meðal þeirra má nefna að fólk missir hár og neglur, auk þess sem það upplifir ógleði og niðurgang. Í ofanálag drepur lyfjagjöfin kynfrumur og henni fylgir mikil sýkingaráhætta.

Líkur á því að láta lífið vegna meðferðarinnar eru í dag um 1% og hefur einu lyfjanna sem upphaflega var notað verið skipt út vegna minni áhættu á áhrifum á lifrina.

Í dag er boðið upp á meðferðina á nokkrum stöðum í heiminum sem tilraunameðferð en í flestum tilfellum eru vægari lyf notuð í lyfjameðferðinni en í rannsókninni hér að ofan. Þetta minnkar áhættuna fyrir sjúklinginn en einnig eru minni líkur á að meðferðin virki að fullu.

Heimild: hvatinn.is