Fara í efni

Ný samstarfssamningur Beinverndar og MS undirritaður

Nýkjörinn formaður Beinverndar Anna Björg Jónsdóttir öldrunarlæknir og Guðný Steinsdóttir markaðsstjóri MS undirrituðu þann 14. desember 2015 nýjan samstarfssamning til eins árs.
Undirritun samnings
Undirritun samnings

Nýkjörinn formaður Beinverndar Anna Björg Jónsdóttir öldrunarlæknir og Guðný Steinsdóttir markaðsstjóri MS undirrituðu þann 14. desember 2015 nýjan samstarfssamning til eins árs.

Þessi nýi samningur mun gera félaginu kleift að halda áfram öflugu forvarnar- og fræðslustarfi á nýju ári. Það er mikilvægt í ljósi þess að beinþynning er algengur  sjúkdómur í beinum sem veldur því að beinmassinn minnkar og misröðun verður í innri byggingu beinsins sem leiðir til aukinnar hættu á beinbrotum. Beinþynning verður þegar beinmagnið minnkar hraðar en líkaminn endurnýjar það. Áætlað er að önnur til þriðja hver kona eldri en 50 ára eigi á hættu að brotna vegna beinþynningar og fimmti hver karl.

Flest brot af völdum beinþynningar verða á framhandlegg, upphandlegg og hryggjarliðum og getur valdið miklum verkjum og skerðingu á færni og lífsgæðum. Á heimsvísu er talið að beinbrot af völdum beinþynningar verði á þriggja sekúndna fresti. Hér á landi verða á milli 1400 og 1500 beinbrot vegna beinþynningar á ári eða um þrjú til fjögur beinbrot á dag. Við miðjan aldur mun ein af hverjum þremur konum og einn af hverjum fimm körlum brotna af völdum beinþynningar síðar á ævinni en áhættan eykst með auknum aldri.

Helstu forvarnir gegn beinþynningu sem tengist lífsháttum eru kalk, D-vítamín og hreyfing.

Grein af vef beinvernd.is