Fara í efni

NOKKRAR STAÐREYNDIR UM SJÁLFSVÍG Á ÍSLANDI

Sjálfsvíg á Íslandi.
NOKKRAR STAÐREYNDIR UM SJÁLFSVÍG Á ÍSLANDI

Staðreyndir um sjálfsvíg á Íslandi. 

- Sjálfsvíg eru algengasta dánarorsök karlmanna á aldrinum 18 til 25 ára á Íslandi.

- Karlar eru  þrisvar til fjórum sinnum líklegri en konur til að taka líf sitt.

- Fjórir  til sex ungir karlar taka líf sitt á Íslandi á hverju ári.

- Að meðaltali taka 35 manns líf sitt á Íslandi á hverju ári.

- Ríflega 100 manns eru lagðir inn á sjúkrahús vegna vísvitandi sjálfsskaða á hverju ári.

- Fleiri konur en karlar eru lagðar inn á sjúkrahús vegna vísvitandi sjálfsskaða.

- Alvarleg áföll, vímuefnaneysla, hvatvísi og ýmis konar geðraskanir hafa verið tengd sjálfsvígum.

- Ríflega eitt símtal til Hjálparsíma Rauða krossins 1717 snýst um sjálfsvíg, eigið eða annarra, á hverjum einasta degi allan ársins hring.

- Símtöl til Hjálparsíma Rauða krossins 1717 um sjálfsvíg voru 42% fleiri fyrrihluta ársins 2015 heldur en fyrrihluta ársins 2014.

- Erindum til Hjálparsíma Rauða krossins fjölgaði um 16% á sama tímabili.

 

Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar.