Fara í efni

Lekandatilfellum fer fjölgandi

Á þessu ári hafa alls 30 manns greinst með lekanda (gonorrhoea) á Íslandi. Þetta er töluverð aukning frá því í fyrra þar sem alls greindust 39 einstaklingar með lekanda á öllu árinu 2015.
Lekandatilfellum fer fjölgandi

Á þessu ári hafa alls 30 manns greinst með lekanda (gonorrhoea) á Íslandi.

Þetta er töluverð aukning frá því í fyrra þar sem alls greindust 39 einstaklingar með lekanda á öllu árinu 2015.

Af þessum 30 sem nú hafa greinst á þessu ári eru 26 karlar og fjórar konur og er meðalaldur þeirra 30 ár (20–56 ára).

Samkvæmt tilkynningum til sóttvarnalæknis virðist sýkingin vera algengust meðal karla sem stunda kynlíf með körlum og uppruni smits innlendur, þ.e. smitið hefur átt sér stað á Íslandi. Fjölónæmar lekandabakteríur hafa ekki greinst á þessu ári en taka skal fram að upplýsingar um sýklalyfjanæmi liggja aðeins fyrir hjá átta af þessum 30 tilfellum.

Sóttvarnalæknir ítrekar mikilvægi þess að tekið sé sýni í ræktun í þeim tilgangi að fá niðurstöður sýklalyfjanæmis svo tryggja megi árangur meðferðar.

Sóttvarnalæknir