Fara í efni

Leikföng og leiktæki

Reglur um leikfangaframleiðslu eru mjög strangar, bæði er varðar öryggi og efnainnihald. Flest leikföng á heimsmarkaði í dag eru framleidd í Asíu og meirihluti leikfanga í íslenskum verslunum eru framleidd í Kína.
Leikföng og leiktæki

Reglur um leikfangaframleiðslu eru mjög strangar, bæði er varðar öryggi og efnainnihald. Flest leikföng á heimsmarkaði í dag eru framleidd í Asíu og meirihluti leikfanga í íslenskum verslunum eru framleidd í Kína.

Á þessum mörkuðum ríkir mikil samkeppni og fara sumir framleiðendur ekki eftir settum reglum. Því finnast reglulega leikföng á markaði sem ekki standast settar kröfur og innihalda of mikið af varasömum efnum eins og t.d. þalötum og þungmálmum. Þessi efni geta verið hættuleg bæði heilsu barnsins og umhverfinu og er hættan á heilsutjóni mest ef varan er notuð á rangan hátt, t.d. ef barn borðar eða sýgur slíka hluti.

Þegar hugað er að öryggi barnsins við leik almennt er ekki síður mikilvægt að velja leikföng eftir aldri barnsins, því mörg leikföng geta verið skaðleg eða jafnvel hættuleg barni sem ekki hefur þroska til leiksins.

f

Góð ráð þegar velja á leikfang

  • Veldu CE merkt leikfang. CE merkið er yfirlýsing framleiðandans um að leikfangið uppfylli grunnkröfur Evrópu um öryggi leikfanga. Leikföng sem markaðssett eru hér á landi eiga að vera CE-merkt.
  • Ekki kaupa leikföng með sterka lykt því ilmefnin geta valdið ofnæmi.
  • Veljið vönduð leikföng og forðist eftirlíkingar. Þó þær séu oftast ódýrari þá eyðileggjast þau fljótt og enda í ruslinu.
  • Gott er að þvo leikföng upp úr heitu vatni og mörg leikföng passa jafnvel í uppþvottavélina, þannig er hægt að lágmarka áhrif innihaldsefnanna á barnið.

Á heimasíðu Neytendastofu má finna frekari ráðleggingar til að velja börnum leikföng við hæfi með öryggi og velferð barnsins í huga. Neytendastofa upplýsir einnig reglulega á heimasíðu sinni um hættulegar vörur á markaði í Evrópu, þar á meðal leikföng. Á heimasíðu RAPEX, sem er tilkynningakerfi Evrópu um ólöglegar vörur á markaði er hægt að skoða hvaða ólöglegu vörur finnast á markaði í Evrópu.

Upplýsingar um leikföng (Noregur)

Börn og leikföng (Danmörk)

Grein tekið af vef ust.is