Hrina alvarlegra sýkinga hjá börnum af völdum E. coli baktería

Á undanförnum 2–3 vikum hafa 4 börn greinst á Íslandi međ alvarlega sýkingu af völdum E. coli bakteríu (STEC). Fólk getur smitast af STEC međ menguđum matvćlum eđa vatni, međ beinni snertingu viđ dýr eđa mengađan úrgang dýra.

Bakterían kemst ţannig um munn og niđur í meltingarveg og framleiđir eiturefni sem getur valdiđ blóđugum niđurgangi og í alvarlegum tilfellum nýrnabilun og blóđleysi (Hemolytic Uremic Syndrome).

Börnin sem sýktust búa öll á höfuđborgarsvćđinu en hafa öll líklega smitast í uppsveitum Árnessýslu eđa nánar tiltekiđ í Bláskógabyggđ en á ţessari stundu er ekki ljóst hver uppspretta smitsins er. Matvćlastofnun og heilbrigđiseftirlit Suđurlands vinna nú ađ ţví ađ greina uppruna sýkinganna og stöđva frekari útbreiđslu.

Matvćlastofnun greindi nýlega frá tilvist sjúkdómsvaldandi baktería í kjöti á markađi á Íslandi. Ţar kom fram ađ STEC bakteríur finnast í 30% sýna af lambakjöti og 11,5% sýna af nautgripakjöti. Auk ţess geta bakteríurnar fundist í ógerilsneyddri mjólk.

Einstaklingar sem dvalist hafa undanfarnar 2–3 vikur í uppsveitum Árnessýslu (Bláskógabyggđ) og veikjast međ blóđugum niđurgangi eru hvattir til ađ leita til lćknis svo ganga megi úr skugga um hvort ţeir hafi sýkst af ofangreindri bakteríu.

 

 

 


Athugasemdir


Svćđi

  • Um Heilsutorg
  • Twitter
  • Heilsutorg á Facebook
  • RSS af heilsutorg
  • Mobile útgáfa af heilsutorg.com
  • Veftré