Fara í efni

Hvernig á að matreiða ofnæmisfæði á ÖRUGGAN HÁTT ? NÁMSKEIÐ Á EGILSTÖÐUM

Námskeið á Egilstöðum ATH ÞIÐ SEM ERUÐ FYRIR AUSTAN!!!
Hvernig á að matreiða ofnæmisfæði á ÖRUGGAN HÁTT ? NÁMSKEIÐ Á EGILSTÖÐUM

Athugið þið sem eruð fyrir austan - þetta námskeið er á Egilsstöðum. Hugmyndir eru uppi um dagsetningar 11. og 12. mars.

Námskeið um eldun ofnæmisfæðis á vegum Astma- og ofnæmisfélags Íslands (AO).

Markmiðin

Meginmarkmiðið með námskeiðinu er að bjóða upp á faglega fræðslu um fæðuofnæmi, alvarleika þess og hvernig tryggja megi góða og holla næringu. Það getur verið flókið að tryggja öruggt fæði og umhverfi fyrir einstakling með fæðuofnæmi. Ljóst er að næringarefni geta orðið af skornum skammti þegar fæðuofnæmi er til staðar og felst fræðslan m.a. í því hvaða fæðutegundir geta komið í staðinn fyrir mjöl, korn, mjólk egg, fisk, hnetur o.fl. til að fullnægja orku- og næringarlegum þörfum og skapa fjölbreytni í fæðu barna.

Markhópur

Matráðir í eldhúsum í leik-, grunn- og framhaldsskólum, á sjúkrahúsum og öldrunarstofnunum. Einnig heimilisfræðikennarar, starfsmenn og stjórnendur í skólum.

Dagskrá

Bóklegt 2 ½ klst

*Tryggjum næga orku og góða næringu með hollum, góðum og öruggum mat         Fríða Rún                    Kaffihlé

*Öryggi og ábyrgð gagnvart börnum og ungmennum með fæðuofnæmi.                  Selma

   Umræður

Matarhlé á eigin vegum

Verklegt: 4 klst

*Eldum góðan og næringarríkan mat fyrir alla, einnig börn og ungmenni Margrét með ofnæmi og óþol.         

Umræður og smakk

Hvenær:

Hugmyndir eru upp um dagsetningar 11. og 12. mars

Valkostur A) 

Föstudagur:     Bóklegt: 16:30 – 19:00                                  

Laugardagur:   Verklegt: 09:00 (10:00) til 13:00 (14:00)

Valkostur B)             

Föstudagur:     Bóklegt 12:00 – 14:30, hlé, Verklegt 15:00 – 19:00

Vinsamlegast skráið ykkur fyrir 27. febrúar með því að fylgja þessari vefslóð en þar er boðið upp á að merkja við  valmöguleika.

Unnið verður úr þessum upplýsingum þegar fyrirkomulag námskeiðsins verður ákveðið.

Fjöldi og námskeiðsgjald.

Forsendur þess að námskeiðið verði haldið er að næg þátttaka fáist. Æskilegur fjöldi er 15 manns.

Kostnaður: 23.000 kr

Kennarar
Selma Árnadóttir, stjórnarmaður í AO og móðir ofnæmisbarns.

Fríða Rún Þórðardóttir, næringarfræðingur og næringarráðgjafi Eldhúsi Landspítala, formaður AO.

Margrét S. Sigbjörnsdóttir,  kennari og umsjónaraðili með matartæknanemum við Menntaskólann í Kópavogi.

Annað

Sýndar verða ýmsar sérfæðisvörur auk þess sem matreiðslubókin Kræsingar verða til sölu

Ekki er komið á hreint hvar kennslan mun fara fram en upplýsingar um það munu berast þegar ákveðið hefur verið hvort námskeiðið fer fram og dagsetningar hafa verið staðfestar.

 

Fríða Rún Þórðardóttir           

Formaður AO             

frida@heilsutorg.is    

Gsm:898-8798