Fara í efni

Turmerik drykkur til að drekka á fastandi maga á hverjum morgni

Þessi turmerik drykkur er einnig með epla ediki, maple sýrópi og klípu af cayenne pipar.
Turmerik drykkur til að drekka á fastandi maga á hverjum morgni

Þessi turmerik drykkur er einnig með epla ediki, maple sýrópi og klípu af cayenne pipar.

Þetta er þrusu bomba til að byrja daginn á.

Þú getur byrjað með því að nota bara teskeið af epla edikinu ef þú ert að spá í bragðinu af því.

Uppskrift er fyrir einn drykk.

Kaloríur í drykk eru 65.

Hráefni:

1 bolli af heitu vatni

½ sítróna, nota safann – er um 1 msk af safa

1 msk af epla ediki

1 msk af maple sýrópi eða hunangi

¼ tsk af turmerik dufti – fersku

1 klípa af cayenne pipar

Leiðbeiningar:

Setjið allt hráefnið í bollann eða könnu og hrærið til að blanda öllu vel saman.

Njótið vel!