Fara í efni

Vikumatseðill - Grillaðir grænmetisborgarar með balsamik- portobellosveppum

Ný vika runnin upp eftir sólríka helgi og vonandi hafi allir notið sín og loksins rifið fram grillið. Hollustan er í fyrirrúmi eins og venjulega hjá okkur. Ef þú ert að gera einhverjar nýjungar í eldhúsinu eða bara á grillinu og langar að deila því með lesendum Heilsutorgs sendu þá mér tölvupóst ásamt myndum og uppskrift.
Vikumatseðill - Grillaðir grænmetisborgarar með balsamik- portobellosveppum

Ný vika runnin upp eftir sólríka helgi og vonandi hafi allir notið sín og loksins rifið fram grillið. 

Hollustan er í fyrirrúmi eins og venjulega hjá okkur. 

Ef þú ert að gera einhverjar nýjungar í eldhúsinu eða bara á grillinu og langar að deila því með lesendum Heilsutorgs  sendu þá mér tölvupóst ásamt myndum og uppskrift.  

Morgunverður

Ananas kókós chia orku smoothie

Hráefni:

 • 1 bolli af frosnum ananas í bitum
 • 1 bolli af vanilla kókósmjólk
 • ½ bolli af chia fræjum
 • 1/3 bolli af rifinni kókóshnetu
 • 2 msk af steviu
 • 1 skeið af próteindufti

Leiðbeiningar:

Settu allt hráefnið í blandara í 30 sek til mínútu.

Kvöldverður

Kúrbíts-eggjaklattar

Innihald:  

 • 450 g kúrbítur
 • 30 g ferskur parmesan 
 • 2 egg 
 • 4 tsk bókhveitimjöl
 • 1 tsk whole psyllium husks 
 • smá chili 
 • salt og pipar

Rífið kúrbítinn, setjið í síupoka (fæst í Ljósinu Langholtsvegi) og kreistið vatnið úr.  Blandið saman við restina.  Hitið pönnu með ghee, ólífuolíu eða kókosolíu, búið til klatta og steikið í 2-3 mínútur á hvorri hlið. Gott bara eintómt eða með góðu salati og rauðrófuhummus.

 

Morgunverður

Jarðarberja og valhnetu hafragrautur í krukku

Innihald: 

 • ½ bolli haframjöl
 • 1 msk chiafræ
 • ¼ bolli smátt skornar valhnetur
 • ½ bolli frosin jarðarber
 • ¾ bolli möndlumjólk


Aðferð: 

Allt sett í krukku og geymt í kæli yfir nótt.  Skreytt með ferskum jarðarberjum

Kvöldverður

Avókadó sushimaki

 • 4 blöð noriþari
 • 2 blöð blómkálshrísgrjón
 • 2-3 avókadó, afhýtt og skorið í þunnar sneiðar
 • 4 msk sesamfræ sem búið er að blanda saman við 1 tsk af wasabidufti
 
Blómkálshrísgrjón
 • 1 meðalstórt blómkálshöfuð, blómin skorin af stönglinum og svo í litla bita
 • 1 ½ dl kasjú/furuhnetur eða möndlur, lagðar í bleyti í 2 klst, smátt saxaðar
 • 1-2 msk næringarger
 • 1 msk laukduft
 • 1 tsk salt
 • smá nýmalaður svartur pipar 
 

Aðferð: Skerið blómkálsblómin af stönglinum, skerið í litla bita og setjið í matvinnsluvélina í smá stund (teljið upp að 5 – það er nóg, annars byrjar blómkálið að verða rammt) eða þar til kálið minnir á lítil korn eða hrísgrjón.  Passið að hafa það þó ekki lengur en í svona 10 sekúndur, annars verður það of klesst og ramma bragðið dregst út úr blómkálinu. Blandið allri uppskriftinni saman í stóra skál. 

Leggið blað af nori þara á bambusmottu (látið glansandi hliðina snúa niður). Setjið lag af blómkálshrísgrjónum, þjappið þeim niður og setjið síðan avocadosneiðarnar + 1 msk sesamfræ í línu eftir ca miðju blaðinu. Rúllið sushimaki rúllunni upp, gott að vefja frekar þétt svo hún haldi sér betur. Lokið rúllunni með því að væta endann með smá vatni svo rúllan límist betur saman. Skerið í 8 bita – notið beittan hníf eða hníf með tönnum. Klárið að rúlla öllum rúllunum. Berið fram með tamari sem búið er að hræra smá wasabi (japönsk piparrót) eða maukaðri ferskri engiferrót útí.

Morgunverður

Myntu og Súkkulaðiflögu Súper smoothie

Hráefni:

 • 2 bollar af spínat
 • ½ banana, má vera frosinn
 • ¼ af avocado
 • ¼ bolli af ferskri myntu.. eða meira, fer bara eftir smekk hvers og eins
 • 1 tsk af hreinni vanillu
 • 1 steinlaus daðla
 • Klípa af sjávarsalti
 • 1 bolli af möndlumjólk
 • 1 oz af 70% dökku súkkulaði

Settu allt hráefnið saman í blandara nema súkkulaðið og láttu blandast vel saman. Settu smávegis af súkkulaðinu saman við og láttu hrærast meira.  Helltu í glas og settu afganginn af súkkulaðinu ofan á til að toppa þetta.

Kvöldverður

Eggjakaka bökuð í papriku

 • Þeyta upp tvö egg í skál
 • Bæta við smátt skornu grænmeti
 • Paprika
 • Sveppi
 • Kúrbít
 • Avocado

Hræra öllu saman og krydda með salti og pipar.  Þá skera heila papriku í tvennt og fylla.  Baka eftir smekk ... fylgjast bara með þegar eggin eru orðin stinn.  Á disk fékk ég mér salat, avocado, kotasælu og ristuð sólblómafræ.  Þá paprikuna .... rífa yfir á toppinn parmesan.

Morgunverður

Tómatar og rauðrófur

 • 1 stk Rauðrófur
 • 6 stk tómatar
 • 100 ml vatn
 • 1 cm ferskar engifer.

Skræla rauðrófuna og skera í litla bita, setja í blandarann ásamt tómötum og engifer og vatni.  Þeyta vel og lengi.

Kvöldverður

Tælensk súpa

 • 2 msk olía til steikingar
 • 3 kjúklingabringur, skornar í litla bita
 • 1/2 sæt kartafla, skorin í litla bita
 • 1/2 rauð papríka, skorin í litla bita
 • 3 vorlaukar, sneiddir
 • 2 hvítlauksrif, pressuð
 • 1 tsk rifinn ferskur engifer
 • 2 tsk fish sauce
 • 1 msk rautt karrýmauk
 • 2 dósir kókosmjólk
 • 500 ml vatn
 • 1 1/2 kjúklingakraftstengingur
 • 1 msk safi af límónu
 • ferskt kóríander
 
Steikið kjúklinginn ásamt sætu kartöflunni og steikið þar til að kjúklingurinn er alveg steiktur í gegn. Bætið þá papríkunni, vorlauknum, hvítlauknum og engiferinu og steikið stutta stund. Bætið fish sauce og karrýmauki saman við og hellið kókosmjólk og vatninu úr í ásamt kjúklingakraftinum og límónusafanum. Látið súpuna malla í 20-30 mínútur. Stráið söxuðu fersku kóríander yfir súpuna áður en að hún er borin fram.

  

Morgunverður

Próteinsjeik með bananabragði

Innihald:

 • 2 dl haframjólk (oat) eða möndlumjólk, hrísmjólk 
 • 1 kúguð mæliskeið vanilluprótein 
 • 1/2 avocado 
 • 1 - 2 msk hörfræolía með banana- og jarðarberjabragði 
 • 1 msk chiafræ 
 • 1/2 - 1 tsk kanill
 •  1/2 tsk vanilluduft 
 • smá himalayasalt 
 • klakar 

VAL: mér finnst gott að setja smá dass af venjulegri hörfræolíu líka, olíur gera okkur svo gott.

Kvöldverður

Vorrúllur með Satay ídýfu

Satay sósa

 • 1 dl hnetusmjör 
 • 1 dl kókosmjólk 
 • 1/2 dl appelsínusafi 
 • 3 msk sítrónu eða lime safi 
 • 4 döðlur 
 • 2 msk tamarisósa 
 • 1-2 hvítlauksrif 
 • 2 cm biti sítrónugras (ef þið eigið)
 • 1 limelauf (fæst þurrkað) 
 • 1 msk engifer skot
 • smá ferskur chilipipar eða cayenne pipar, magn eftir smekk
 • smá salt 

Allt sett í blandara og blandað saman. 

Valhnetu kæfa

 • 3 ½ dl valhnetur, þurrristaðar á pönnu 
 • 2 msk vorlaukur 
 • 2 msk steinselja 
 • ½ msk tamari sósa
 • ½ tsk hvítlauksduft 
 • 1 ½ tsk sítrónusafi 
 • ¼ tsk sjávarsaltflögur

Allt sett í matvinnsluvél og maukað saman. Frábært að geyma restina sem álegg á brauð eða kex.

Vefjurnar

 • 8 hrísgrjónapappírsblöð
 • hnefi af spínati, klettasalati eða grænkáli
 • 1 mangó, afhýtt og skorið í þunnar sneiðar
 • 1 avókadó, skorið i þunnar sneiðar
 • 1 agúrka, skorin í þunna strimla
 • 1 búnt ferskur kóríander
 • 2 vorlaukar, skornir í þunnar sneiðar

Aðferð

 1. Byrjið á að útbúa sósuna og kæfuna.
 2. Skerið því næst grænmetið í þunnar sneiðar.
 3. Hellið volgu vatni í skál og dýfið hrísgrjónapappírnum í bleyti í allt að ½ mín, eða farið eftir leiðbeiningum á pakkanum. (Það er mikilvægt að hafa pappírinn ekki of lengi í vatninu, þá verður svo erfitt að vinna með hann og hann festist við brettið).
 4. Takið pappírinn upp og létt þerrið og setjið á skurðarbretti eða disk.
 5. Byrjið á að raða spínati á pappírinn, setjið 1-2 msk valhnetukæfu ofan á og raðið síðan mangóstrimlum, avókadóstrimlum, agúrku, kóríander og vorlauk á rúlluna.
 6. Endið á að setja rönd af sataysósu ofan á og rúllið upp.

Morgunverður

Bok choy boost

Hráefni:

 • Heill haus af Bok Choy
 • 2 græn epli
 • Hálfur ananas
 • Slatti af engifer – eftir smekk bara
 • 1 stór sítróna
 • Hálfur poki af spínat
 • Half gúrka
 • Haugur af myntu og kóríander -  eftir smekk bara

Leiðbeiningar:

Þú byrjar á því að djúsa bok choy og spínat og hreinsar svo djúsarann.  Svo máttu setja allt hitt hráefnið í djúsarann.  Þetta er c.a 1 líter af djús. Passar flott í tvær 500ml krukkur og muna að geyma í ísskápnum.  Svo drekkur þú þetta þegar þér hentar yfir daginn. Eitt glas á dag.

Kvöldverður

Grillaðir grænmetisborgarar með balsamik- portobellosveppum, bríeosti og sólþurrkuðum tómötum

Hamborgarinn

 • 2 stk meðalstórar bökunarkartöflur ca.300g (skrældar, og skornar í bita)
 • 1 msk smjör
 • 1 msk ólífuolía
 • 200 g linsubaunir, rauðar (soðnar eftir leiðbeiningum)
 • 1 stk rauðlaukur (fínt saxaður)
 • 2 geirar hvítlaukur ( maukaður)
 • 2 stk eggjarauða
 • 1 tsk paprikuduft
 • 1 tsk timian
 • 2 tsk dijonsinnep
 • 3 msk parmesanostur (rifinn)
 • 300 ml heilhveiti-brauðraspur
 • 4 stk heilhveiti hamborgarabrauð

Aðferð:

Sjóðið kartöflurnar í vatni þar til meyrar og þerrið þær síðan, setjið laukinn, hvítlaukinn og kryddið í pott ásamt olíunni og smjörinu, mýkið laukinn örlítið, þá er kartöflunum, baununum, ostinum, eggjunum,sinnepinu og 2/3 af raspinum bætt útí og hrært vel saman, smakkað til með salti og pipar.

Mótið 4-6 buff og veltið þeim uppúr restinni af raspinum og kælið vel fyrir notkun, lágmark 2 tíma. Hitið pönnu vel og steikið borgarana uppúr smá olíu eða í 1 mín á hvorri hlið, þetta er gert til að loka buffinu áður enn hann grillaður.

10 mínútur áður enn borðhald hefst, eru hamborgararnir grillaðir á vel heitu grillinu í ca 2-4 mín á hvorri hlið og muna að vera dugleg að pennsla reglulega með grillolíunni. Þá er hamborgaranum raðað saman þannig að á brauðbotninn fer grænmeti og salat að eigin vali ásamt sósunni, þá buffið ásamt sveppinum, ostinum og sól-tómötunum, síðast enn ekki síst brauðlokið.

Eldsnögg grillolía til pennslunar á borgarann:

 • 1 msk tómatsósa
 • 1 dl ólífuolía
 • 1 msk taco seasoning
 • öllu blandað vel saman.

Portobellosveppurinn:

 • 4 stk portobellosveppir

Marineringinn:

 • 1 dl Ólífuolía (eða önnur góð olía)
 • ½ dl balsamikedik
 • 1 msk púðursykur
 • 4-5 stilkar ferskt timian
 • 4 sneiðar af brieosti
 • 8-12 sneiðar af sólþurrkuðum tómötum í olíu
 • Salt og pipar.

Aðferð:

Blandið öllu saman og leggið sveppina í löginn og leyfið sveppunum að drekka hann vel í sig, þá er sveppirnir grillaðir á heitu grillinu í ca. 5 mín á hvorri hlið, takið af grillinu og setjið yfir á pappír til léttrar þerrunar.

Hamborgarasósa:

 • 5 msk grískt jógúrt
 • 5 msk tómatsósa
 • 2 msk gult sinnep
 • ½ tsk chilipipar þurrkað
 • ½ tsk hvítlauksduft

Aðferð:

öllu blandað saman og smakkað til með salti og pipar.

Morgunverður

Muffins, peru, macadamia og quinoa

Hráefnið:

 • 1 bolli af heilhveiti
 • ½ bolli af quinoa
 • 3 tsk matarsóda
 • 2 tsk kanill
 • 1 bolli af höfrum
 • ½ bolli af dökkum púðursykri
 • 2 egg
 • 1 bolli af vanillumjólk eða léttmjólk
 • ½ bolli af macadamian olíu eða kókósolíu
 • 1 pera, afhýdd og skorin smátt
 • Leiðbeiningar:

Hitið ofninn á 180° og takið muffins form sem tekur 12 kökur og settu smjörpappír í hólfin.  Blandaðu saman hveitinu, matarsóda, kanil, höfrum og púðursykri í stóra skál.  Í aðra skál skaltu setja eggin, vanillumjólkina og olíuna. Blandaðu þessu saman og helltu í stóru skálina og hrærðu vel saman.  Skelltu núna perunni saman við og passaðu að hún blandist saman við allt deigið.  Taktu skeið og settu deigið í muffins formin og passaðu að hafa jafnt í hverju hólfi fyrir sig.  Látið bakast í 12 til 15 mínútur.

Kvöldverður

Saltfiskur í syngjandi suðrænni sveiflu

Saltfiskur:

Saltaðir þorskhnakkar. Keypti þessa úrvals þorskhnakka í fisbúðinni Hafið Fiskverslun í Spönginni. Salfiskurinn skorinn í bita og velt uppúr lífrænt ræktuðu hveiti. Olía og ósaltað smjör hitað á pönnu og saltfiskbitarnir settir á pönnuna. Steikið fiskinn í nokkrar mín.

Sæt katöflumús:

Sjóðið vatn í potti. Takið hýðið af sætri kartöflu og skerið í tenginga. Setjið teninganan í sjóðandi vatnið og sjóðið í nokkrar mín. Sigtið kartöfluteningana. Bræðið smjör í potti, setjið kartöfluteningana útí og stappið með kartöflupressu. Gott er að setja örlítið hunang útí hræruna.

Suðræn sveifla:

 • 1 stk rauðlaukur, skorinn smátt
 • 4 – 5 stk hvítlauksrif, skorin smátt
 • 10 stk kokteiltómatar, skornir í tvennt
 • Slatti af basilíku, skorinn gróft
 • ¼ Chili, skorinn smátt
 • 10 stk sólþurrkaðir tómatar, skornir í þrennt
 • 1 dós niðurstoðnir tómatar
 • 10 stk olívur
 • 20 stk kapers
 • Olía
 • Cayennepipar
 • Salt
 • Pipar

Olía hituð í potti. Hvítlaukur og laukur steiktur í pottinum í stutta stund. Chili, basilíku, kokteiltómötum, sólþurrkuðum tómötum og niðursoðum tómötum bætt saman við og soðið í 15 – 20 mín. Kryddið að vild. Takið pottinn af hellunni og bætið olívum og kapers útí. Sjóðið allt saman í 5 mín.

Lífið er saltfiskur og þessi frábæri saltfiskréttur kallaði fram bros.

 

Tengt efni: