Fara í efni

Tælensk kjúklingasúpa með sætum kartöflum, kókos og lime

Þessi matarmikla súpa lítur út fyrir að vera flókin einsog mikið af asíukrydduðum mat, þar sem innihaldslistinn virkar svo langur, enn í raun er þetta afar einfalt og það er ekkert heilagt að allt það krydd sem er talið upp í uppskriftinni sé með svo framarlega sem undirstaðan sé til staðar.
Súpan er matarmíkil og sérlega bragð góð
Súpan er matarmíkil og sérlega bragð góð

Tælensk kjúklingasúpa með sætum kartöflum, kókos og lime

Aðalréttur fyrir 4

400 g kjúklingalæri (bein og skinnlaus) skorin í ca.4x4 cm bita,, (einnig hægt að nota bringur)

1 l vatn

1 msk kjúklingakraftur (annars magn eftir smekk)

1 dós kókosmjólk (400ml)

2 msk sesamolía

½ rauðlaukur/laukur (skorin í þunna strimla)

2 stk. Hvítlauksgeirar (fínt hakkaðir)

2 stk sítrónugrasstönglar (marðir í endan)

Smá biti engifer (fínt hakkaður) eða 1 tsk engiferduft

½ msk karrýduft (enn best er að nota rautt karrý-paste úr krukku)

½ tsk cumminduft

1 stk rauður chili (steinhreinsaður og fínt saxaður)

1 stk meðalstór gulrót (skræld og skorin í þunna strimla)

70 g shiitake sveppir skornir í þunnar sneiðar (hægt að nota venjulega sveppi)

100 g sætar kartöflur (skrældar og skornar í ca.4x4 cm. Bita)

70 g strengjabaunir (settar í sjóðandi vatn með smá salti og soðið í 1 mínútu og sigtaðar beint í ískalt vatn, þerraðar og skornar í litla bita)

2 stk vorlaukur (skorinn í þunnar sneiðar)

½ búnt kóríander, ferskt (gróft saxað)

2 stk lime

Aðferð:

Léttristið rauðlaukinn,hvítlaukinn, sítrónugrasið, engiferið,chili, karrý-ið og cummin-ið í sesamolíunni, bætið kjúklingnum, gulrótunum og sveppunumútí og hrærið aðeins í þessu þannig að kryddið hylji vel kjúklinginn og grænmetið og steikið í ca 2 mín, þá fer kókosmjólkin, vatnið og kjúklingakrafturinn útí pottinn og suðan látin koma upp, lækkið þá hitan og leyfið súpunni að sjóða mjög rólega í ca. 10 mín,undir loki eða þar til að kjúklingurinn er eldaður í gegn, kreystið þá safan úr einni og hálfri lime útí (geymið hinn helminginn til að smakka til með) ef á að þykkja aðeins þá er ein matskeið af maizenamjöli útí örlitlu af köldu vatni og hellt útí súpuna og látið þá suðuna koma upp (maizena virkar við suðu) takið súpuna af hitanum og bætið strengjabaununum, vorlauknum og kóríander útí hrærið aðeins í og smakkið til með salti, pipar og limesafa.  (ef maður á fiskisósu er mjög gott að smakka súpuna til með henni í stað salt) ekki hika við að setja smá chlisósu útí fyrir chili-unnendur.

Borið fram með naanbrauði og kryddhnetu-Dukka