Fara í efni

Núðlusúpa

Lágmarks vesen
Notið ferskt krydd því þaðer betra
Notið ferskt krydd því þaðer betra

Lágmarks vesen
Hráefni - fyrir 1
Grænmeti 200 g
Hvítlaukur 1 rif
Karrí duft ½ tsk
Engiferrót fersk rifin ½ tsk
Cayenne pipar hnífsodd
Vatn 4 dl
Núðlur ½ pakki (40 gr)

Aðferð:
1. Skerið grænmetið (til dæmis - kartöflur, rauðlauk, tómat, sveppi, hvítkál), hvítlauk og engifer í stóra súpuskál, hellið vatninu yfir.
2. Setjið í örbylgjuofn í 4-5 mín (kannski örlítið lengur ef mikið er af rótargrænmeti)
3. Setjið sjóðandi vatn yfir núðlurnar og látið bíða í 1 mín. Hellið vatninu af núðlunum.
4. Ekki nota kryddið sem fylgir núðlunum, það er miklu betra að nota ferskt krydd og vita hvað er verið að nota . Einnig er fínt að nota rækjur, krabbakjöt og/eða kjúkling í súpuna.
Heit, einföld, fljótleg og góð. Lítið uppvask og engin fyrirhöfn, gott eftir annasaman dag.

Uppskrift: Laufey Sigurðardóttir : Næringarrekstrarfræðingur og heilsunuddari.