Fara í efni

Kóngasveppasúpa

Saðsamar súpur.
Kóngasveppasúpa
Kóngasveppasúpa

Snilld að hafa súpu í matinn í miðri viku. 

þessi sveppasúpa er ofsalega góð og matarmikil. 

 

Hráefni: 

1 stk. gulrót, skorin í teninga 
1 stk. sellerístöngull, skorinn í teninga 
1 stk. laukur
4 stk. hvítlauksgeirar, fínt skornir 
50 g smjör 
300 g kóngasveppir
2 stk. litlir blaðlaukar, hreinsaðir og saxaðir 
25 g hveiti 
1 lítri kjúklingasoð (ten. + vatn) 
maldon salt 
pipar 
ólífuolía 
200 ml rjómi
 

Leiðbeiningar:

Leggið kóngasveppi í bleyti í 30 mín.
Kreistið vatnið úr sveppunum og saxið.
Geymið vatnið. Hitið olíu í potti.
Setjið gulrót, sellerí og lauk út í og eldið við vægan hita í 15 mín., án þess að brúna.
Bætið hvítlauk og kóngasveppum út í pottinn og eldið áfram í um 5 mín.
Blandið hveiti út í súpuna og hrærið vel í pottinum. Hellið kjúklingasoði út í og hrærið vel saman við.
Sjóðið súpuna í 15 mín. og kryddið með salti og pipar.

Hellið rjóma út í, sjóðið í 10 mín. til viðbótar, smakkið til og berið fram.