Fara í efni

Chiapannacotta - hollur páskaeftirréttur

Svona chiapannacotta sómir sér vel sem fljótlegur eftirréttur eða jafnvel sem punkturinn yfir i-ið eftir letilegan morgunverð með fjölskyldunni!
Höfundur: Bergljót Björk Halldórsdóttir
Höfundur: Bergljót Björk Halldórsdóttir

Svona chiapannacotta sómir sér vel sem fljótlegur eftirréttur eða jafnvel sem punkturinn yfir i-ið eftir letilegan morgunverð með fjölskyldunni!

Chiafræin eru algjör ofurfræ enda eru þau sögð jafna blóðsykurinn, góð fyrir meltinguna, full af andoxunarefnum og steinefnum.

Áferðin er dulítið sérstök og það er ráðlagt að gera nokkur áhlaup áður en gefist er upp.

 

Þessi uppskrift, ef uppskrift má kalla því þetta er kannski bara frábær hugmynd, svo auðveld er hún. Grauturinn er yndislega rjómakenndur og frísklegur. Tilvalið fyrir Chia-byrjendur!

Athugið að hér þarf engan viðbættan sykur eða sætuefni. Mjólkursætan í rjómanum sér um það.

 

Chiapannacotta með mangó

Fyrir 2

  • 1 dl rjómi
  • 2 msk chiafræ
  • Frosið magnó. Magn eftir smekk.

Rjóma og fræjum blandað saman og leyft að standa í kæli 1 klst eða svo.

Lúkufylli af frosnum mangó-bitum er leyft að standa í stofuhita meðan pannacottað er í kælinum. Rjómafræjunum skipt milli skála þegar bera á fram og magnó dreift yfir.

Ef þið viljið gera réttinn ennþá fallegri mætti bæta við ristuðum kókosflögum eða söxuðum hnetum. Pistasíuhnetur væru alveg tilvaldar uppá litagleðina að gera!

Tengt efni: