Uppáhalds smákökurnar frá Heilsumömmunni

Ég hef ekki lengur tölu á ţví hversu oft ég hef bakađ ţessar kökur.  

Ţađ er í raun alveg óskyljanlegt af hverju uppskriftin er ekki ţegar á blogginu.

Viđ erum ađ tala um ađ  ţegar fjölskyldan fór til Svíţjóđar fyrir tveimur árum bakađi ég 10-falda uppskrift af ţessum kökum. Já ég er ekki ađ grínast… ţiđ haldiđ vćntanlega núna ađ ég sé alveg gúgúgaga en fyrir vikiđ viđ áttum alltaf til fullkomiđ nesti, hvort sem ţađ var á flugvellinum, í Gröna Lund eđa bara međ morgunkaffinu. Síđan ţá (og einnig fyrir ţann tíma) hafa ţessar kökur veriđ bakađar fyrir hin ýmsu tilefni og mjög oft ţegar ţarf ađ redda nesti á núll -einni. Ţví fyrir utan ađ vera ţrćl góđar ţá eru ţćr alveg ţrusu fljótlegar líka. Ţessar kökur eru ţví tilvaldar í nesti í sumar hvort sem ţađ er í millilandaflug eđa í lautarferđ.

Hráefni:

1 dl kókosolía (brćdd)

1 dl kókospálmasykur (má líka hafa 50/50 Kókospálmasykur og Stevíu strásćtu)

1 egg

1 tsk vínsteinslyftiduft

2 dl möndlumjöl

1 dl kókosmjöl

1/2 tsk salt

50 g dökkt súkkulađi, saxađ

1/2 dl sólblómafrć

Ađferđ:

 1. Brćđiđ kókosolíuna t.d. međ ţví ađ setja rétt magn í glas eđa krukku og setja ţađ ofan í annađ ílat međ heitu vatni.
 2. Saxiđ súkkulađiđ.
 3. Setjiđ öll innihaldsefnin í skál og blandiđ vel saman.
 4. Setjiđ deigiđ á bökunarplötu međ teskeiđ.
 5. Bakiđ í 10-12 mín viđ 180°c

Eins og sést á hráefnislistanum eru ţessar ljúfu smákökur bćđi mjólkur- og glúteinlausar.

Verđi ykkur ađ góđu.

 

 


Athugasemdir


Svćđi

 • Um Heilsutorg
 • Twitter
 • Heilsutorg á Facebook
 • RSS af heilsutorg
 • Mobile útgáfa af heilsutorg.com
 • Veftré