Fara í efni

Kókós-súkkulaði smákökur

Fullar af súkkulaði og kókós og þær eru ofsalega góðar.
Prufaðu þessar
Prufaðu þessar

Fullar af súkkulaði og kókós og þær eru ofsalega góðar.

Þessar henta þeim sem að eru vegan og þær eru lausar við glútein.

Uppskriftin er fyrir um 15 kökur

Hráefni í kökurnar:

1 msk af hörfræjum sem búið er að merja

¼ bolli af kókós hveiti

¾ bolli af glúteinlausu hveiti

2 msk af kókós sem er búið að rífa

1 tsk matarsódi

Klípa af salti

¼ bolli af kókósolíu, mjúkri

2-3 msk af agave

2 tsk af vanilla extract

Hráefni fyrir kókóskrem:

¼ bolli kókóssmjör

1 msk agave

¼ tsk vanilla extract

Hráefni fyrir súkkulaði sósu:

2 msk agave

2 msk kakódufti

Leiðbeiningar:

Hitið ofninn í 180°. Smyrjið bökunar plötu eða notið smjörpappír.

Undirbúið hör “egg” með því að blanda saman möluðum hörfræjum með 3 msk af volgu vatni. Látið standa í 10 mínútur.

Takið stóra skál og setjið kókóshveiti, glúkóslausa hveitið, kókós sem er búið að rífa, matarsóda og salt.

Í minni skál setjið kókósolíu, agave og vanilla. Hrærið blautu hráefnin og hör “egg” saman í stórri skál og passið að það sé vel blandað saman.

Á þurru og hreinu borði, takið kökukefli og rúllið út deigið þar til það er frekar þunnt (samt ekki of). Notið hringlótt kökumót til að skera út kökurnar. Setjið kökur á plötuna eða bökunarpappírainn og látið bakast í 9 til 11 mínútur, eða þar til brúnir eru gylltar.

Á meðan kökurnar bakast skal undirbúa kremið. Blandið saman kókóssmjöri, agave og vanillu. Undirbúið súkkulaði sósuna með því að blanda saman agave og kókósdufti.

Takið kökur úr ofni og látið þær kólna. Setjið lag af kókóskreminu á hverja köku fyrir sig og skreytið með súkkulaði sósunni. Það má dreifa muldu kókósmjöli yfir en það er smekksatriði.

Njótið~