Fara í efni

Múslí desert og hann er glútenlaus frá FINAX

Hvernig gerir maður gómsætan múslídesert og það glútenlausan?
Múslídesert með bláberjum til að toppa
Múslídesert með bláberjum til að toppa

Hvernig gerir maður gómsætan múslídesert og það glútenlausan?

Jú, nákvæmlega svona.

Innihald:

1 dós grísk jógúrt

1 dós lífræn mangójógúrt

1-2 tsk hunang (má sleppa)

 2 ½  bolli FINAX múslí  (ómótstæðilega bragðgott)

Bláber eins mikið og þú vilt (eða nota ber að eigin skapi)

Aðferð:

Þessi uppskrift er fyrir ca. 5 manns

Hrærið saman grískri jógúrt og mangó jógúrt með skeið eða gaffli og setjið í botninn á nokkrum fallegum glösum eða skálum.Setjið smá hunang þar ofan á í hvert glas, það er kannski alveg óþarfi að setja heila teskeið í hvert glas sérstaklega ef múslíið er sætt. Þar næst FINAX múslí (glútenlaust) og setjið ofaná ásamt bláberjunum.

Geymið í kæli þar til borinn fram.

Þetta er svo sannarlega hollur og góður desert sem allir ættu að prufa.

Njótið í botn~

Munið okkur á Instagram #heilsutorg #uppskriftir