Fara í efni

Gordjöss og lagskipt – Hrákaka

Birna Varðar er 21.árs og hörkuduglegur orkubolti sem heldur úti birnumolar.is þar sem hún deilir með lesendum uppskriftum og skemmtilegu bloggi. Ég hvet ykkur sem hafa áhuga á hlaupi og undir búningi fyrir maraþon að kíkja á síðasta bloggið hennar, þar sem hún fer yfir undirbúning fyrir Kaupmannamaraþonið sem var á dögunum. Einnig er vert að nefna hún náði nýju íslandsmeti í aldrinum 20-22 ára í Kóngsins Köben.
Birna Varðar er snillingur í eldhúsinu
Birna Varðar er snillingur í eldhúsinu

Birna Varðar er 21.árs og hörkuduglegur orkubolti sem heldur úti birnumolar.com þar sem hún deilir með lesendum uppskriftum og skemmtilegu bloggi.  

Ég hvet ykkur sem hafa áhuga á hlaupi og undir búningi fyrir maraþon að kíkja á síðasta bloggið hennar, þar sem hún fer yfir undirbúning fyrir Kaupmannamaraþonið. Einnig er vert að nefna hún náði nýju íslandsmeti í aldrinum 20-22 ára í Kóngsins Köben. 

 

Birna gaf einnig út bókina „Moli minn“ sem lýsir baráttu höfundar við átröskun og brotna sjálfsmynd. Bókin veitir lesendum innsýn í hugarheim afrekskonunnar. Hömlulaus fullkomnunarárátta verður henni að falli. Skyndilega snýst veröldin á hvolf, innan hlaupabrautar sem utan. Í bataferlinu reynir á viljastyrk, keppnisskap og traust bakland.

Birna er líka snillingur í eldhúsinu og galdrar fram ljúfmeti sem er hollt og gott fyrir alla fjölskylduna.  Í samstarfi við Heilsutorg.is ætlum við að birta á næstunni skemmtilega uppskriftir frá Birnu. 

Undir - og yfirlag

  • 100 g valhnetur
  • 150 g möndlur
  • 1/8 tsk salt
  • 190 g ferskar döðlur
  • 50 g kakóduft 

Millilag

  • 90 g möndlur
  • 45 g Valhnetur
  • 125 g rúsínur
  • ½ bolli haframjöl
  • 3-4 msk hnetusmjör


Aðferð

  1. Setjið valhnetur, möndlur, salt, ferskar döðlur (steinhreinsaðar) og kakóduft í matvinnsluvél og blandið mjög vel saman – þið viljið helst fá ákveðna leiráferð á soppuna
  2. Setjið bökunarpappír í botninn á tveimur hringlaga bökunarformum
  3. Skiptið soppunni í tvennt og þrýstið vel út til hliðanna
  4. Geymið í frysti meðan þið gerið millilagið
  5. Setjið möndlur og valhnetur fyrst í matvinnsluvélina og blandið – bætið svo við rúsínum og haframjöli og blandið enn betur
  6. Hrærið hnetusmjörinu út í og blandið öllu mjög vel saman.
  7. Takið yfir- og undirlagið út úr frystinum og leggið undirlagið á disk
  8. Smyrjið millilaginu jafnt á og leggið svo yfirlagið yfir
  9. Skreytið að vild og skellið þessu í frysti
  10. Takið út og njótið hvenær sem hentar 

 Tengt efni: