Appelsínu- og trönuberjamúffur međ kókoskeimi

Freistandi ţessar
Freistandi ţessar

Ég verđ sífellt fráhverfari sćtum kökum og hefđbundnu góđgćti svo ég baka afskaplega sjaldan. Hins vegar rak ég augun í alveg hreint ómótstćđilega uppskrift sem mig langađi ađ prófa – en ekki fyrr en ég hafđi úthugsađ hvernig ég gćti lagađ hana enn frekar ađ mínum einfalda smekk. Ég reyni alltaf ađ hafa sem flest innihaldsefni nćringarrík og helst engin sem ţjóna litlum eđa neikvćđum nćringarlegum tilgangi.

Úr tilraunum mínum varđ ţessi einfalda uppskrift sem framkallar svo dásamlegar, nćr ósćtar múffur međ fersku appelsínubragđi, kókoskeim og ljúffengum trönuberja-laumufarţegum.

Ţessar múffur er einfalt og fljótlegt ađ gera og ţćr eru ómótstćđilega ljúffengar beint úr ofninum. Eins og međ margt annađ sykur- og fitulítiđ bakkelsi geymast ţćr stutt - enda engin ástćđa til annars en ađ fá sér nokkrar í einu, beint úr ofninum.

 • Undirbúningur : 15 mínútur
 • Eldunartími : 20 mínútur
 • Afrakstur : 15-20 stykki

Hráefni

Leiđbeiningar

 1. Forhitađu bakarofn í 180 gráđur.
 2. Maukađu saman kókosmjólk og heila appelsínu í blandara eđa matvinnsluvél. Lykillinn er sá ađ nota appelsínuna međ hýđi og öllu saman – ţess vegna mćli ég međ ađ hafa hana lífrćna.
 3. Á međan ţetta maukast saman í rólegheitunum er gott ađ skola döđlurnar, skera úr ţeim steininn og bćta út í blönduna hverri af annarri.
 4. Láttu allt maukast rćkilega saman, stilltu í botn eins og ţörf er á, og endađu á ađ bćta banana út í. Ţessi blanda á ađ verđa alveg mjúk og kekkjalaus en líklega verđa ţó alltaf einhver ummerki um döđlur sem ekki ţarf ađ hafa áhyggjur af.
 5. Fćrđu blönduna í stóra skál og sigtađu ţurrefnin út í. Ţađ gćti veriđ sniđugt ađ blanda ţeim saman í annarri skál og sigta svo. Mér finnst best ađ sigta dágóđan skammt og hrćra svo vel saman áđur en ég held áfram ađ bćta ţurrefnum í. Ţađ auđveldar mér a.m.k. ađ hrćra blönduna vel saman.
 6. Hrćrđu og hnođađu vel ţar til ţetta er orđiđ ađ fallegu deigi. Ţađ á ađ vera vel blautt.
 7. Loks hrćrirđu trönuberjunum saman viđ.
 8. Notađu kúffulla matskeiđ af deigi í hvert muffinsform, bakađu í 15-20 mínútur og fylgstu vel međ.
 9. Ţegar múffurnar eru orđnar gullbrúnar ađ ofan og hćgt er ađ stinga gaffli í eina ţeirra án ţess ađ hann komi klístrađur til baka, ţá eru ţćr tilbúnar.

Njóttu vel og gangi ţér vel ađ bíđa eftir ađ ţessi krútt kólni nćgilega mikiđ svo hćgt sé ađ ráđast til atlögu!

Uppskrift fengin af vef hugmyndiradhollustu.is


Athugasemdir


Svćđi

 • Um Heilsutorg
 • Twitter
 • Heilsutorg á Facebook
 • RSS af heilsutorg
 • Mobile útgáfa af heilsutorg.com
 • Veftré