Fara í efni

5 frábærar ástæður til þess að borða dökkt súkkulaði

Til allra súkkulaði unnenda. Núna er tækifærið á því að njóta súkkulaðis án þess að fá samviskubit.
Fáðu þér smá súkkulaði reglulega
Fáðu þér smá súkkulaði reglulega

Til allra súkkulaði unnenda. Núna er tækifærið á því að njóta súkkulaðis án þess að fá samviskubit.

Ef þig vantaði afsökun til að fá þér súkkulaði að þá eru 5 góðar afsakanir hérna fyrir neðan.

1.     Dökkt súkkulaði bætir gáfurnar

Já það er satt. Rannsóknir hafa sýnt að þeir sem fá sér bolla af góðu súkkulaði á kvöldin áður en þeir fara að sofa bæta heilastarfsemina. Blóðflæðið til heila og hjarta verður betra.

2.     Dökkt súkkulaði yngir þig upp

Dökkt súkkulaði er afar hátt í andoxunarefnum sem hjálpa líkamanum að hreinsa út óæskileg eiturefni sem að valda því að við eldumst hraðar. Haltu þér ungri/ungum og fáðu þér dökkt súkkulaði.

3.     Dökkt súkkulaði er frábært fyrir hjartað

Rannsóknir hafa sýnt að þeir sem njóta þess að fá sér dökkt súkkulaði hafa lægri blóðþrýsting en aðrir og draga þannig úr áhættunni á hjartasjúkdómum. Styrktu hjartað og fáðu þér dökkt súkkulaði.

4.     Dökkt súkkulaði lagar skapið til muna

Sannað hefur verið að súkkulaði kemur þér í betra skap, róar þig niður og þér líður almennt betur. Allt þetta skiptir máli fyrir heilsuna. Núna veistu afhverju löngunin í súkkulaði kemur þegar þú ert stressuð eða döpur.

5.     Dökkt súkkulaði inniheldur vítamín

Súkkulaði inniheldur góð vítamín og steinefni sem efla heilsuna. Má þar nefna kalíum, kopar, magnesíum og járn.

Fáðu þér dökkt súkkulaði. Það er hollt og gott. Borðaðu það samt í hófi.

Heimildir: complete-health-and-happiness.com