Fara í efni

Lax með fyllingu - Birnumolar

Fylling þessi hentar vel bæði fyrir silung og lax, hvort sem fiskurinn er bakaður í ofni eða grillaður
Girnilegur lax frá Birnu Varðar
Girnilegur lax frá Birnu Varðar

Mér áskotnaðist nýveiddur lax um helgina. Það kom ekki annað til greina en að útbúa góða máltíð úr slíkum feng. 

Grillaður lax er einmitt með því betra sem ég fæ og góð ,,fylling" skemmir ekki fyrir.  

Fylling þessi hentar vel bæði fyrir silung og lax, hvort sem fiskurinn er bakaður í ofni eða grillaður.

Ef þið kaupið flök úti í búð þá leggið þið þau einfaldlega ofan á hvort annað. Bakið í eldföstu móti eða grillið í álpappír.

 

 

 

Fylling

  • 1 venjulegur laukur
  • 1 lúka kasjúhnetur eða möndlur
  • 8 sólþurrkaðir tómatar
  • 3-4 sveppir
  • 1 msk fersk steinselja
  • 1/2 tsk þurrkað timian
  • Ólífuolía
  • Salt og pipar
  • Sítrónusafi 

Aðferð

  1. Saxið hnetur/möndlur gróft og ristið á þurri pönnu.
  2. Skerið lauk og sveppi frekar smátt. Hellið óífuolíu á pönnuna og steikið þar til laukurinn byrjar að mýkjast.
  3. Skerið sólþurrkaða tómata og bætið á bönnuna ásamt smá af olíunni úr krukkunni. Steikið áfram í 2 mínútur.
  4. Slökkvið undir pönnunni. Blandið steinselju, timian, salti og pipar saman við.
  5. Kreistið smá sítrónusafa yfir fiskinn.
  6. Setjið fyllinguna ,,inn í" fiskinn eða á milli flaka.
  7. Smyrjið olíu létt á álpappír og pakkið fiskinum inn. 
  8. Grillið eða bakið og borðið. 

 Birt í samstarfi við: