Kryddađar bleikju tacos međ stökku hrásalati og límónu sósu frá Eldhúsperlum

Fiski Taco frá Eldhúsperlur.com
Fiski Taco frá Eldhúsperlur.com

Mikiđ var ég yfir mig ánćgđ međ ţessa máltíđ. Ţetta er sko kvöldmatur ađ mínu skapi. Einfalt, bragđmikiđ, tekur enga stund ađ elda, ferskt, hollustan í fyrirrúmi og allir á heimilinu vilja borđa.

Ţađ vćri líka gott ađ bera ţetta fram međ stökkum taco skeljum en okkur ţykir betra ađ nota ţćr mjúku en steikja ţćr dálítiđ áđur á ţurri pönnu svo ţćr taki á sig smá lit.

Ég hvet ykkur til ađ prófa ađ matreiđa fisk međ ţessum hćtti og er ţess nćstum fullviss ađ ungir sem aldnir kunna ađ meta ţessháttar fiskmáltíđ.

Ţađ má nota hvađa fisk sem er, svo lengi sem hann er spriklandi nýr. Ég steikti rođiđ á bleikjunni mjög vel, reif ţađ svo niđur og bar fram međ vefjunum. Syni mínum ţykir ţađ eins og hiđ besta snakk og svo er vođa gott ađ finna knassandi stökkt og bragđmikiđ rođiđ međ fiskinum í vefjunum. 

Kryddađar bleikju tacos međ stökku hrásalati (fyrir 3):

 • 700 gr bleikjuflök, beinhreinsuđ
 • Paprikuduft (gott ađ nota reykta eđa sterka papriku ef ţiđ eigiđ)
 • Sítrónupipar
 • Sjávarsalt og nýmalađur svartur pipar
 • 1 msk smjör
 • Hrásalat:
 • 1/2 lítiđ iceberg höfuđ smátt saxađ
 • Góđ handfylli saxađ kóríander
 • 4 vorlaukar, skornir í ţunnar sneiđar
 • 2 msk hvítvínsedik eđa borđedik
 • 2 tsk sykur/hrásykur/hunang eđa önnur sćta
 • Sjávarsalt eftir smekk
 • Límónusósa:
 • 1 dós sýrđu rjómi
 • 2 tsk majónes
 • Börkur og safi af hálfri límónu
 • Smá salt og smá sykur eđa önnu sćta eftir smekk

Ađferđ: Byrjiđ á ađ gera sósuna. Hrćriđ öllu saman í skál og látiđ standa á međan restin af réttinum er gerđ. Blandiđ öllu í hrásalatiđ saman, helliđ ediki, sykri og salti yfir og blandiđ vel saman. Smakkiđ ykkur áfram. Kryddiđ fiskinn mjög vel báđu megin međ paprikudufti, sítrónupipar, sjávarsalti og pipar. Hitiđ grillpönnu eđa venjulega pönnu á međalhita og brćđiđ um 1 msk af smjöri. Steikiđ fiskinn fyrst á rođhliđinni í 4-5 mínútur eđa ţar til rođiđ er vel stökkt. Snúiđ fiskinum ţá viđ, hćkkiđ ađeins hitann og steikiđ áfram í 1-2 mínútur. Takiđ fiskinn af, setjiđ á disk og beriđ fram međ ţurrsteiktum tortillavefjum eđa taco skeljum, límónusósunni, hrásalatinu, límónubátum.. og e.t.v chillipipar ef ţiđ viljiđ auka hita.

Birt í samstarfi viđ

Hér finnur ţú Eldhúsperlur á Facebook

 

 

 


Athugasemdir


Svćđi

 • Um Heilsutorg
 • Twitter
 • Heilsutorg á Facebook
 • RSS af heilsutorg
 • Mobile útgáfa af heilsutorg.com
 • Veftré