Gratinerađur fiskur međ blómkálsgrjónum - Eldhúsperlur

Ţessi uppskrift er birt međ leyfi frá Eldhúsperlum.com

Ţessi fiskréttur er svo góđur ađ viđ eiginlega áttum ekki til orđ ţegar hann var snćddur núna eitt kvöldiđ. Bćđi ungir sem aldnir nutu hans í botn. Hann er stútfullur af grćnmeti og fiski og sósan er hrikalega góđ. Mér finnst allavega alveg magnađ ađ horfa á son minn moka upp í sig fiski og grćnmeti međ sósu og smjatta í millitíđinni yfir ţví hversu góđur maturinn sé. Hann er nefnilega ekki ennţá kominn á ţađ stig ađ reyna ađ vera kurteis yfir matnum svo harđari gagnrýnanda er varla hćgt ađ fá. Viđ foreldrarnir vorum reyndar alveg innilega sammála honum. Ég hef oft gert fiskrétti međ hefđbundnum hrísgrjónum en ákvađ ađ prófa ađ gera ţennan núna međ blómkáls“grjónum“. Ég held ađ ţađ verđi ekki aftur snúiđ. Okkur fannst miklu betra ađ hafa blómkáliđ heldur en venjulegu hrísgrjónin, bćđi bragđiđ og áferđin var dásamlegt. Ég verđ ađ mćla alveg innilega međ ţví ađ ţiđ prófiđ ţennan rétt sem fyrst!

Gratinerađur fiskur međ blómkálsgrjónum (fyrir 3-4):

 • 1 lítiđ blómkálshöfuđ, rifiđ niđur á grófu rifjárni
 • 600 grömm hvítur fiskur (ég var međ ţorskhnakka)
 • 1 lítil dós Kotasćla
 • 1 dós sýrđur rjómi
 • 2 msk majones
 • 1 tsk karrý
 • 1 msk hunangsdijon sinnep (eđa venjulegt dijon sinnep)
 • 1 rauđ paprika, skorin smátt
 • 1/2 púrrulaukur, skorinn smátt
 • Ólífuolía, salt, nýmalađur pipar og Krydd lífsins (Frá Pottagöldrum eđa annađ gott krydd)
 • Rifinn góđur ostur, ég notađi Óđals ost

Ađferđ: Byrjiđ á ađ hita ofninn í 180 gráđur međ blćstri. Rífiđ blómkáliđ á rifjárni og dreifiđ ţví jafn í botninn á eldföstu móti. Kryddiđ međ salt og pipar og dreypiđ yfir smá ólífuolíu og um 1 msk af vatni. Bakiđ í ofni í ca. 10 mínútur – eđa á međan ţiđ útbúiđ restina af réttinum.

Skeriđ ţorskinn í hćfilega bita, kryddiđ međ salti, pipar og Kryddi lífsins.

Saxiđ blađlaukinn og paprikuna smátt. 

Hrćriđ saman innihaldiđ í sósuna (kotasćluna, sýrđa rjómann, majones, karrý, sinnep) og smakkiđ hana til međ kryddinu, salti og pipar.

Takiđ blómkáliđ útúr ofninum og lćkkiđ hitann á ofninum í ca.160 gráđur. Leggiđ fiskstykkin ofan á. Dreifiđ sósunni ţá yfir fiskinn og ţar ofan á paprikunni og púrrulauknum. 

Dreifiđ ađ lokum rifnum ostinum yfir og bakiđ í um ţađ bil 20-25 mínútur eđa ţar til fiskurinn er eldađur í gegn.

Beriđ fram t.d međ léttu salati eđa spírum. Ég mćli sérstaklega međ blađlauksspírum frá Ecospira, ţađ er milt og gott laukbragđ af ţeim og ţćr pössuđu mjög vel međ réttinum.

Birt í samstarfi viđ

 

  


Athugasemdir


Svćđi

 • Um Heilsutorg
 • Twitter
 • Heilsutorg á Facebook
 • RSS af heilsutorg
 • Mobile útgáfa af heilsutorg.com
 • Veftré