Fara í efni

Graflax og graflaxsósa

Á þessum tíma árs er verið að tína laxinn úr ám landsins og þá er við hæfi að setja uppskrift af graflax og aðferðina ásamt uppskrift af graflaxsósu sem mér finnst agalega góð.
Heimagerður graflax
Heimagerður graflax

Graflax og graflaxsósa

1 stk myndarlegt laxaflak (beinhreinsað og snyrt)

Graf-kryddblandan (grunnblanda):

200 g sykur

200 g fínt salt

½  msk hvítur pipar (fínn mulinn)

2 msk dill (þurrkað)

1 msk dillfræ

(hugmyndir af kryddi sem eru góð í að leika sér með til að bragðbæta grunnblönduna)

1 tsk kóríander, þurrkaður (mulinn), 1 tsk sinnepsfræ (mulinn eða heil), 1 tsk fennelfræ (mulinn eða heil), 1tsk blóðberg þurrkað. Síðan er einnig mjög gott að nota ferskar kryddjurtir með grunnblöndunni  t.d ferskt dill, steinselju, kóríander, blóðberg,  einnig er spennandi að nota börk af sítrónu, lime eða appelsínu svo eitthvað sé nefnt , enn lykilatriðið er að grunnblandan sé til staðar.

Aðferð:

Blandið kryddinu saman og stráið 1/3 af blöndunni í botninn á bakka sem laxaflök passar á, og leggið laxaflökin ofaná blönduna með roðhliðina niður, stráið restina yfir flökin þannig að kryddið hylji laxinn vel.  Plastið yfir bakkan og setjið í kæli í lágmark 1 sólarhring, enn oftast er 1 til 2 sólarhringar passlegt enn þetta fer soldið eftir stærð og þykkt á laxinum. Mér finnst best að skola laxinn eftir grafningu létt undir köldu vatni og leggja hann á hreinan bakka og strá nýju dilli yfir (þurrkuðu eða fersku söxuðu) áður enn hann er skorin.

 

Graflaxsósa:

2 msk dijon sinnep

1 msk franskt sinnep (sætt sinnep)

1 msk púðursykur

2 msk hunang

1 msk teryakisósa

1 dl Isíó-4 olía

1 msk dill, þurrkað (eða 2 msk ferskt dill , saxað)

safi úr ½ sítrónu

2 msk grískur jógúrt

Salt og pipar

Aðferð:

Öllu blandað saman og látið standa í lágmark 1 klst. fyrir notkun.