Fara í efni

Soðið rauðkál með eplum og engifer

Ofsalega einfalt og sérlega ljúfengt.
Soðið rauðkál með eplum og engifer

Á dauða mínum átti ég von á frekar en að ég yrði sú týpa sem færi að sjóða niður rauðkál svona rétt fyrir jól en viti menn … það tókst og bara líka rosalega vel!

 

Innihaldsefni:

  • 1 Rauðkálsháls (skorinn í þunnar ræmur)
  • 2 græn epli (flysjuð og bituð í teninga)
  • Þumall engifer (flysjað og skorið smátt)
  • 180 ml 4% edik
  • 200 gr púðursykur
  • 1 msk saltverks salt

Aðferð:

Allt sett saman í pott og látið malla á lágum til miðlungshita í 1-2 klst.