Fara í efni

Salat með avókadó, tómötum og gúrku – dásamlega ferskt

Þetta salat er dásamlega ferskt og bragðgott. Það er afar létt í maga og skemmtir bragðlaukunum mjög vel.
Salat með avókadó, tómötum og gúrku – dásamlega ferskt

Þetta salat er dásamlega ferskt og bragðgott. Það er afar létt í maga og skemmtir bragðlaukunum mjög vel.

Uppskrift er fyrir 4-6.

Hráefni:

2 avókadó í sneiðum

1 gúrka skorin í sneiðar

3 tómatar, skornir í bita

¼ bolli af rauðlauk, skorinn í sneiðar

1 bolli af aragula

2 msk af ólífuolíu

2 msk af sítrónusafa – ferskum

Salt og pipar eftir smekk

¼ bolli af feta osti – má sleppa

Leiðbeiningar:

Takið stóra skál og blandið saman avókadó, gúrkunni, tómötum, rauðlauk og arugula. Hristið varlega saman.

Takið litla skál og hrærið saman olíunni og sítrónusafanum. Bætið saman við salatið og hristið vel saman. Kryddið með salti og pipar eftir smekk.

Berið svo fram með fetaosti í kurli.

Njótið vel!