Fara í efni

Kalt núðlusalat með rækjum, avacado, baunaspírum og sesamdressingu

Mér finnast alltaf köld núðlusalöt best þegar þau fá aðeins að standa áður enn þeirra er neytt og bara helst löguð deginum áður, því þá verður bragðið einhvern veginn meira og skemmtilegra. En það er ekki allt hráefni sem þolir langan geymslutíma í tilbúnu salati og það er það grænmeti og annað sem á að vera stökkt og ferskt, þannig að best er að því sé bætt útí salatið alveg í blálokin eða rétt áður enn það er borið fram.
Núðlu salat
Núðlu salat

Núðlusalatið:

(aðalréttur fyrir 4)

100 g Hrísgrjónanúðlur

50 g Blaðlaukur (skorin í þunna strimla)

50 g Hvítkál (skorið í þunna strimla)

50 g Paprika  rauð (skorin í þunna strimla)

50 g Baunaspírur

½  búnt Kóríander ferskt (saxað)

50 g Pecanhnetur (helst ristaðar)

400 g Rækjur

1 stk Avacado (skorið í teninga)

1 stk Lime til að kreista yfir og skrauts

Sesamdressing:

2 dl Soyasósa

2 msk Hunang

1 msk Apríkósumarmelaði (lífrænt og sykurlaust)

3 msk Sweet Chilisósa

2 msk Sesamolía

Safi úr einu Lime

1 tsk Karrýduft

2 msk Sesamfræ

½ búnt ferskt Kóríander

Aðferð:

Öllu blandað saman í skál.

 

Aðferð:

Sjóðið núðlurnar samkvæmt leiðbeiningum á umbúðunum, kælið undir köldu vatni og sigtið. Setjið saman núðlurnar, paprikuna, blaðlaukinn og hvítkálið. Hellið dressingunni yfir og blandið þessu vel saman, setjið í kæli og geymið í minnst 60 mín. Þá er baunaspírunum, 2/3 af kóríandernum, 2/3 af hnetunum og rækjunum blandað saman við núðlurnar. Stráið restinni af kóríandernum og hnetunum yfir og einni limesneið, svona aðeins til skrauts.

 

Munið að hlutfölinl í svona uppskriftum er bara til að styðjast við og menn leika sér með hlutföllin eftir smekk hvers og eins.