Fara í efni

Girnileg uppskrift af rauðkálssalati með mandarínum

Það eru margir sem tengja rauðkál við jólin og veisluhöld en það þarf ekki að vera svo, rauðkál er hitaeiningasnautt, aðeins 27 heitaeiningar (kcal) í 100 gr. Það er einnig mjög góð uppspretta C-vítamíns. Auk þess er í því járn og kalk.
Girnilegt ekki satt ?
Girnilegt ekki satt ?

Það eru margir sem tengja rauðkál við jólin og veisluhöld en það þarf ekki að vera svo, rauðkál er hitaeiningasnautt, aðeins 27 heitaeiningar (kcal) í 100 gr.

Það er einnig mjög góð uppspretta C-vítamíns. Auk þess er í því járn og kalk. Ystu blöin eru vítamínríkust.

Rauðkál er mjög trefjaríkt og gott fyrir heilsuna. 

 

Hráefni: 

350 g niðursneitt rauðkál (1/2 meðalstór haus)
4 mandarínur
1/2 rautt epli
25 g pekanhnetukjarnar (eða valhnetukjarnar), grófmuldir
1 msk möndluflögur
4 msk góð ólífuolía
1 msk balsamedik eða rauðvínsedik
nýmalaður pipar
salt

Leiðbeiningar: 

Rauðkálið skorið í mjóar ræmur og sett í skál. Mandarínurnar afhýddar, skipt í geira og þeir e.t.v. skornir í tvennt. Eplið flysjað, kjarnhreinsað, skorið í litla bita og blandað saman við rauðkál og mandarínur, ásamt hnetum og möndlum. Olía, edik, pipar og salt hrist saman, hellt yfir og blandað vel.

Höfundur uppskriftar:
Nanna Rögnvaldardóttir/islenskt.is