Fara í efni

Vikumatseðill - Kuldabola súpa júlímánaðar Thai style

við látum ekki veður og vinda stjórna okkar líðan,
Vikumatseðill - Kuldabola súpa júlímánaðar Thai style

 Góðri helgi að ljúka og spennandi vika framundan.  Það er ekki beinlínis það sumar sem við óskuðum eftir þennan júlímánuð og þess vegna varð „Kuldabola súpa“ fyrir valinu einn daginn á vikuseðlinum. 

En við látum ekki veður og vinda stjórna okkar líðan, það er alveg hægt að fara í góðan göngutúr þó svo að það blási aðeins í fangið okkar.  

Morgunverður

Ferskur berja smoothie í morgunmat

Hráefni: 

 •  1 bolli fersk eða frosin ber að þínu vali  (jarðaber, bláber, brómber eða hindber eða blanda þeim saman)
 • 1/2 bolli skorið ferskt grænkál, muna að fjarlægja stilkinn
 • 1/4 bolli skorið brokkólí
 • 1/2 banani
 • 1/2 bolli ferskur ananas 
 • 1/2 avókadó
 • 1 cup ferskur appelsínusafi

Setjið allt í blandarann nema appelsínusafann, látið vinna að aðeins, blandið safanum rólega og smátt í einu þar til að þú hefur fengið þykktina eins og þú vilt hafa hana.  Neytið strax.

Kvöldverður 

Kuldabola súpa Júlímánaðar Thai style

Hráefni

1,5 liter vatn
1/2 dós kókosmjólk ( kaupi alltaf þessar litlu og nota þá heila þannig)
1 msk. olía til að steikja upp úr
1 sæt kartafla frekar stór
3 stórar Gulrætur
1 rauðlaukur
1 stöngull sellery
3 rif hvítlaukur
4 cm engifer
1/2 piri piri chilli ( rótsterkur !! svo þeir sem vilja ekki mikið chilli bara rauðan venjulegan og eftir smekk)
lófafyllir af ferskum kóriander
lófafyllir Grænar baunir ( belgbaunir)
2 tsk. rautt karry paste
2 stykki grænmetisteningur
1 tsk fish sause
1 tsk karry
1 tsk tandoori
1 tsk. Sukrin Gold
1/2 poki lemongrass stir-fry-paste ( pinkulitlir kassar og poki inn í kassanum fæ í Netto og minnir Krónunni frá deSIAM)
Salt
Pipar mulin

Aðferð

Hita oliu í potti.  Steikja laukinn-hvítlaukinn-chilli-engifer-sellery-Kórander-salt og pipar. Síðan karry paste-Lemon grass paste,sukrin cold , allt kryddið og fish sause.  Hræra vel og bara rétt steikja.  Síðan bæta við vatninu , grænmetistening,Kokosmjólkinni, kartöflunni , gulrótunum og baununum.  Fínt að skera þetta aðeins niður eins og á mynd.  Ekkert voða fínt eða mikið dútl....fer hvort eð er allt í blandann.  Leifa þessu öllu að sjóða í 15 min.  Þá setja allt í blandara eða nota töfrasprota og búa til silki mjúka súpu.  Setja í pottinn aftur og leifa malla aðeins.  Krydda til með salt og pipar.
Finna sinn styrkleika með chilli er heila málið við svona súpur.  Síðan eru ekki allir sem eru hrifnir af - Kórander....þá er fínt að nota steinselju.  Og líka bara leika sér með krydd og grænmetið 
Þessi súpa er líka góður sem grunnur.  Því það er æði að bæta útí , kjúlla, fisk, baunum, eggjum, núðlum, pasta, blómkálsgrjónum. 

 

Morgunverður

Túrmerik Smoothie – Gott alla morgna

Innihald

 • 1 bolli kókósmjólk
 • 1 ferskur banani
 • ½ bolli frosin ananas eða mangó
 • 1 msk kókós olía
 • ½ tsk túrmerik (má vera 1 tsk)
 • ½ tsk kanill
 • 1 tsk chia fræ
 • 1 tsk maca duft (má sleppa)

Best er að byrja alla morgna á þessum drykk og það á tóman maga.  Hann gefur þér jafna orku fram eftir degi.  En alls ekki að sleppa úr máltíðum þó að þú finnur ekki til svengdar.

Kvöldverður 

Döðlu og gráðaosta kjúklingabringur með villtri sveppasósu

Hráefni

 • 4 kjúklingabringur
 • 50 g gráðaostur
 • 8 mjúkar döðlur, fínsaxaðar
 • 50 g pekanhnetur, grófsaxaðar
 • salt og nýmalaður pipar
 • 2 msk ólífuolía
 • 1 tsk salvíukrydd

VILLT SVEPPASÓSA
 • 1 msk smjör
 • 200 g ferskir sveppir, sneiddir
 • 50 g þurrkaðir villisveppir
 • 3/4 kjúklingakraftstengingur
 • 1 tsk salvíukrydd
 • 400 ml matreiðslurjómi
 • salt og nýmalaður pipar
 
Hitið ofninn í 180°C. Skerið vasa í kjúklingabringurnar. Blandið gráðaosti, döðlum og pekanhnetum saman og fyllið vasana. Hellið ólífuolíu yfir bringurnar og kryddið með salti og pipar. Stráið salvíukryddi yfir og bakið í 25 mínútur VILLT SVEPPASÓSA: Steikið sveppina upp úr smjörinu og bætið salvíu og kjúklingakrafti saman við. Hellið rjómanum smám saman við og látið malla í 10 mínútur. Kryddið með salti og pipar og berið fram með kjúklingabringunum. Gott er að bera réttinn fram með kartöflumús og fersku salati.
 

Morgunverður

Myntu súkkulaði smoothie sem slær á sykurlöngun

 • 3 grænkálsblöð
 • 1 avocadó
 • handfylli af ferskri myntu
 • 2 tsk chia fræ
 • 2 msk kakónibbur
 • 4 döðlur eða 6 dropar stevia
 • 100g möndlur eða möndlumjólk
 • 1 msk lífrænt kakó (val)
 • vanilludropi(val)                              
 • 3 bollar vatn*
 • klakar (val)                                                               

 Allt sett í blandara eða matvinnsluvél og njótið vel. 

*athugið ef þið notið möndlumjólk í staðinn fyrir heilar möndlur er því bætt útí í stað vatns.  Það fer eftir smekk hvort þú þurfir að bæta við meira af mintu eða kakónibbum, persónulega kýs ég þennan drykk akkurat svona.

Kvöldverður 

Salat úr súperfæði

Hráefnið:

 • 3 sætar kartöflur, skrælaðar og skornar í kubba
 • 3 stórar rauðrófur, skrælaðar og skornar í kubba
 • 1 haus af kale, rifinn í litla bita
 • 2 fullar lúkur af arugula
 • 1 avokado, skorið í bita
 • ½ poki af frosnum sætum baunum – láta þær þiðna
 • 2 bollar af elduðu quiona
 • 2 msk af furuhnetum
 • 2 msk af graskersfræjum
 • Ólífuolía
 • Sjávarsalt og ferskur svartur pipar

Quinoa – setjið 4 bolla af vatni í pott og látið suðuna koma upp, bætið quinoa við ásamt dassi af sjávarsalti. Látið eldast undir loki þar til allt vatnið er gufað upp. Þetta tekur um 15 mínútur. Takið af hellunni og geymið í pottinum undir loki.

Ristaðar rauðrófur og sætar kartöflur – setjið grænmetið í poka sem hægt er að renna fyrir (zip lock) bætið í pokann smá af ólífuolíunni. Lokið pokanum og hristið vel, passa að olían nái að hylja allt grænmetið.

Setið grænmetið svo í mót sem má fara í ofn og látið ristast í 35 til 40 mínútur. Muna að snúa grænmetinu við þegar helmingur af tímanum er liðinn. Látið eldast þangað til grænmetið er eldað í gegn og orðið létt brúnt.

Takið nú allt hráefnið og setjið í stóra skál. Blandið vel saman og kryddið með svörtum ferskum pipar. Einnig er afar gott að nota vinaigrette, bara þína uppáhalds, í þessari uppskrift er talað um Garlic Expressions.

 

Morgunverður

Kóríander, engifer og gúrka

Hráefni

 

 • 1/2 gúrka
 • kóríander, eftir smekk
 • 1-2 cm rifið, ferskt engifer
 • 2 dl bláber
 • 1 dl gojiberjasafi frá Ölgerðinni

 

Öllu blandað vel saman.

 

Kvöldverður 

Ofnbakaður lax í engifer, sesam og chili með hýðisgrjónum „Stir fry“

Hráefni

 • 800 g Lax (bein og roðlaus)

Engifer-marineringin:

 • 1 msk Sesamolía
 • 2 msk engifer fínt rifið
 • 1 msk chilisósa
 • 2 msk teryakisósa (má nota soyasósu)
 • 1 msk hunang
 • 2 stk vorlaukur (má nota graslauk)fínt saxaður
 • 2 msk ljós sesamfræ
 • ½  búnt ferskt kóríander
 • Salt og pipar

 

Aðferð:

Skerið laxinn í myndarlegar steikur og setjið í eldfast mót,

Mareneringinn: blandið öllu saman nema kóríandernum í skál og hellið yfir laxinn og nuddið blöndunni vel á allan laxinn, látið standa í 10 mín.

Hitið ofn í 200°c og bakið laxinn í ca.15 mín eða þar til að ef ýtt er á hann þá gæti hann leikandi brotnað í sundur, saltið aðeins yfir með góðu sjávarsalti og stráið kóríandernum yfir.

 

Hýðishrísgrjón „stir fry“

 • 300 g hýðishrísgrjón (soðin eftir leiðbeiningum á pakkningu)
 • ¼ blaðlaukur (100 g) skorin í þunna strimla
 • ½  rauð paprika (100 g) skorin í þunna strimla
 • 2 msk rúsínur
 • 1 stk egg
 • 1 tak karrýduft
 • 1 msk hvítlauksolía
 • 1 msk steinselja fínt söxuð
 • Salt og pipar

Aðferð:

Hitið pönnu með olíunni, pískið eggið í skál, léttsteikið grænmetiðog rúsínurnar á pönnunni með karrýduftinu, hellið egginu útá grænmetið og hrærið í þar til eggið byrjar aðeins að eldast, bætið þá grjónunum útá og hrærið vel saman takið af hitanum og smakkið til með salti, pipar og steinseljunni.

Berið fram með góðu salati og t.d Jógúrtsósu.

Morgunverður

Sumarlegur og sætur

Hráefni

 • 2 dl jarðarber
 • 1/2 banani
 • 2 msk kókosflögur frá himneskri hollustu
 • 1-2 cm rifið engifer
 • safi úr ca. 1/2 lime
 • 2 dl Flórídana GOJI safi

Klakar eftir þörfum.

Kvöldverður 

Regnboga pizza með hummus og beyglu skorpu – veggie væn

Hráefni í skorpu:

 • 1 bolli af volgu vatni
 • 1 tsk af salti
 • 1 msk af þurrger
 • 2 msk af sykri eða sætuefni að eigin vali
 • 2 msk af ólífuolíu eða olíu að eigin vali
 • 3 bollar af hveiti – getur notað það hveiti sem hentar þér
 • 1 msk af kryddi sem heitir Everything Bagle

Í þessu Everything Bagle kryddi er eftirfarandi:

Sjávarsalt, sesamfræ,mulinn laukur, mulinn hvítlaukur, birkifræ,svört sesam fræ og svört Caraway fræ.

Þannig að ef þið finnið ekki þetta tiltekna krydd þá er bara að gerast frumlegur og krydda með því sem þetta Everything bagle krydd inniheldur.

Álegg:

 • 1 bolli af hummus
 • 1 bolli af mozzarella
 • ½ lítill laukur skorinn í afar þunnar sneiðar
 • 1 tómatur, skorin í þunnar sneiðar
 • 2 hvítlauksgeirar, saxaðri smátt
 • ½ bolli af rifnu fersku rauðkáli
 • 1 lítil gulrót, rifin
 • 1 lítill kúrbítur, skorinn í sneiðar
 • 1 rauð paprika skorin í afar þunnar lengjur
 • ¼ bolli af sveppum í sneiðum
 • 1/3 bolli af heilkorni (kernal)
 • Ferskur basil eftir smekk
 • Ferskur graslaukur eftir smekk
 • ¼ bolli af ferskum bláberjum

Leiðbeiningar:

 1. Blandið saman þurrger, sykri og vatni í meðalstóra skál og látið standa í um 5 mínútur, eða þar til þurrger hefur tekið við sér. Bætið þá við hinum hráefnum og hrærið þar til úr hefur orðið deig.
 2. Setjið deigið á borð þar sem er aðeins af hveiti á og hnoðið í 5 til 10 mínútur. Deigið á að vera mjúkt og gefa eftir. Setjið í meðal stóra skál en munið að bera olíu innan í skálina áður. Snúið deiginu þannig að allar hliðar nái að draga í sig olíuna. Hyljið svo skál með viskustykki eða plastfilmu. Setið á hlýjan stað og látið hefast þar til það hefur tvöfaldast í stærð.
 3. Forhitið ofninn á 220 gráður. Taktu núna stærsta pottinn sem þú átt og settu 130 ml af vatni og láttu suðuna koma upp. Skiptu nú deiginu í tvennt og rúllaðu hvorum helming í hringlaga form. Setjið afar varlega hvorn helminginn um sig í pottinn og látið eldast í 45 sekúndur á hvorri hlið. Notist við stóra steikingarspaða eða annað til að lyfta deiginu svo varlega úr pottinum og leggja á bakka ofan á hreint viskustykki.
 4. Takið nú tvö pizza form og berið olíu innan í þau. Setjið deigið í formin og kryddið með Everything bagle kryddinu en bara á ysta hluta deigsins. Bakið í 10 mínútur.
 5. Takið úr ofni og lækkið hitann í 180 gráður. Smyrjið nú pizzuna með hummus, setjið svo ostinn og síðan restina af álegginu fyrir utan bláberin. Bakið í 15 – 20  mínútur eða þar til álegg og brúnir á deigi eru orðin gyllt.
 6. Takið úr ofni og stráið strax yfir basil, graslauk og bláberjum svo þetta nái að festast í ostinum.

Látið kólna í 5 – 10 mínútur og skerið svo í sneiðar.

Morgunverður

Einn sem er alveg með þetta

Hráefni

 • 1/2 banani
 • 1 grænt epli
 • ein lúka frosin bláber
 • tvær lúkur frosið mango
 • grænt kál  (ekki samt Rucola of sterkt í þennan)  Aldrei hægt að setja of mikið af því svo tróð vel í skálina 
 • 1 msk. Chia fræ ( læt bólgna út í 2 dl. af vatni í 10 mín aður en í skálina fer)
 • safi úr 1/2 lime
 • óg af klaka...best ísskalt
 • vatn eftir smek

 

Kvöldverður 

Grilluð kjúklingaspjót í döðlu-BBQsósu

 • 1 kg kjúklingalæri (úrbeinuð og skinnlaus)
 • 8 grillspjót (ef þau eru tréspjót, þá þarf að leggja þau í heitt vatn í lágmark 3 tíma)

Döðlu-BBQsósa

 • 100 g döðlur (steinlausar)
 • vatn
 • Eplaedik
 • Tómatsósa
 • Paprikuduft
 • Dijon sinnep
 • 1 tsk chilisósa (sambal oleck)
 • Soyasósa

Aðferð:

Sjóðið uppá vatninu og döðlunum og setjið í matvinnsluvél ásamt restinni af hráefninu, blandið vel saman þar til að þetta verði þykk sósa,smakkið til með salti og pipar. Skerið kjúklinginn í litla bita ca.4x4 cm og setjið í bakka, hellið BBQ-sósunni yfir og látið marinerast í lágmark 30 mín. þá er kjúllanum þrætt uppá spjótin og þau grilluð á vel heitu grillinu.

Morgunverður

Hindberjahristingur

Hráefni: 

 • 8 stk. bananar
 • 10 dl hindber (frosin)
 • 1 l mangó- og eplasafi (má vera bara epla- eða appelsínusafi)

Allt sett í blandara og keyrt þar til kekkjalaust.

Kvöldverður 

Spaghettí með kræklingi

Réttur fyrir 4.
 • 360 g spaghettí, þurrkað 
 • 500 g kræklingur 
 • 4 stk. hvítlauksgeirar 
 • 1 stk. ferskt chili 
 • hvítvín 
 • 1 búnt steinselja, söxuð 
 • 50 g smjör 
 • salt og pipar eftir smekk
 • sítrónur
 
Best er nota ferskan krækling í þennan rétt. Það þarf að þrífa skeljarnar vel áður en þær eru soðnar. Að því búnu þarf að taka frá og henda skeljum sem opnast ekki. Nota má frosinn krækling þegar svo ber undir. Sjóðið spaghettí í miklu vel söltu vatni. Setjið hvítlauk, chili, smá hvítvín og krækling í stóran pott og setjið lok á pottinn. Látið suðuna koma upp og sjóðið í 2 mín. Sigtið soðna spaghettíið og bætið út í pottinn ásamt steinselju og smjöri. Hrærið vel saman og smakkið til með salti og pipar. 

Setjið réttinn á fat og berið fram með stórum sítrónubátum. Hægt er að laga frábæra pastarétti með ýmsum sósum og pestói.
 
Tengt efni: