Fara í efni

Vikumatseðill - Dásamlegt pestó og þorskhnakkar

Það kennir ýmsa grasa þessa vikuna á matseðlinum hjá mér þessa vikuna. Skemmtilega öðruvísi hafragrautur, geggjaður drykkur með vanillu og lime svo eitthvað sé nefnt. Það parar heilmikinn tíma og fyrirhöfn að ákveða fram í tímann hvað skal hafa að snæða á heimilinu í staðinn fyrir að vera í stress kasti eftir vinnu og snúast í hringi útí búð. Og muna að byrja alla morgna á Sítrónudrykknum góða.
Vikumatseðill - Dásamlegt pestó og þorskhnakkar

Það kennir ýmsa grasa þessa vikuna á matseðlinum hjá mér þessa vikuna.  Skemmtilega öðruvísi hafragrautur, geggjaður drykkur með vanillu og lime svo eitthvað sé nefnt.  Það parar heilmikinn tíma og fyrirhöfn að ákveða fram í tímann hvað skal hafa að snæða á heimilinu í staðinn fyrir að vera í stress kasti eftir vinnu og snúast í hringi útí búð.  Og muna að byrja alla morgna á Sítrónudrykknum góða.

Morgunverður

Orkuríkur Cashew hnetu drykkur

 • 1 pera - meðalstór og þroskuð
 • 2 dl frosin hinber (ca. 80 gr)
 • 20 gr Cashew hnetur, best ef þær hafa legið í bleyti en þarf ekki.
 • 1 dl appelsínu safi eða safi úr einni appelsínu
 • Góð lúka af spínati
 • 1 msk hörfræ


Cashew hneturnar og appelsínusafinn sett saman í blandarann og blandað vel. Þá er restin sett saman við og blandað þar til orðið mjúkt og girnilegt.

Kvöldverður

Dásamlegt pestó og þorskhnakkar

Þorskhnakkar (magn sem passar fyrir fjölskylduna)

Grænt pestó

 • 1 Parmesan ostur
 • 1 lítill poki furuhnetur
 • 1 búnt fersk basilíka  
 • 3 hvítlaksgeirar
 • 2 dl. Olívu olía
 • Salt og pipar

Krydda fiskinn með Miðjarðarhafs kryddinu frá Pottagaldrar ehf​ og Maldon salti og ný mulnum pipar.
Svo er að smyrja hvern bita fyrir sig með heimagerðu súper einföldu pestói.

Rista furuhneturnar á pönnu og kæla.  Skera ostinn í litla munnbita.  Þá blanda öllu saman í matvinnsluvél.  Það er misjafn hvað hver og einn vill hafa sitt pestó gróft.

Meðlæti

 • Salat
 • Mangó
 • Avókadó
 • Paprika
 • Blómkálsgrjón
 • Bygg

Morgunverður 

Mangó engifer og jarðaberja smoothie

 • 1 bolli af mangó – hýðislaust og skorið í bita
 • 1 bolli af jarðaberjum – fjarlægðu toppinn af þeim
 • ¾ bolli af ísmolum – muldum
 • ½ bolli af vanillu jógúrt
 • ¼ bolli af köldu vatni
 • 2 tsk af rifnu engifer
 • 2 tsk af hunangi

Settu allt hráefnið í blandarann þinn og láttu hrærast vel saman. Þetta dugar í tvö glös.

Kvöldverður 

Grilluð kjúklingaspjót í döðlu-BBQsósu

 • 1 kg kjúklingalæri (úrbeinuð og skinnlaus)
 • 8 grillspjót (ef þau eru tréspjót, þá þarf að leggja þau í heitt vatn í lágmark 3 tíma)

Döðlu-BBQsósa

 • 100 g döðlur (steinlausar)
 • vatn
 • Eplaedik
 • Tómatsósa
 • Paprikuduft
 • Dijon sinnep
 • 1 tsk chilisósa (sambal oleck)
 • Soyasósa

Aðferð:

Sjóðið uppá vatninu og döðlunum og setjið í matvinnsluvél ásamt restinni af hráefninu, blandið vel saman þar til að þetta verði þykk sósa,smakkið til með salti og pipar. Skerið kjúklinginn í litla bita ca.4x4 cm og setjið í bakka, hellið BBQ-sósunni yfir og látið marinerast í lágmark 30 mín. þá er kjúllanum þrætt uppá spjótin og þau grilluð á vel heitu grillinu.

Morgunverður

Grænt te, bláberja og banana smoothie

 • 3 msk af vatni
 • 1 tepoki af grænu te
 • 2 tsk af hunangi
 • 1 og ½ bolli af frosnum bláberjum
 • ½ banana
 • ¾ bolli af vanilla sojamjólk

Hitaðu vatnið í örbylgjunni þangað til það er vel heitt, notaðu litla skál. Bættu tepokanum út í og leyfðu þessu að liggja saman í 3 mínútur. Fjarlægðu tepokann og hrærðu hunanginu saman við.  Blandaðu nú berjum, banana og mjólkinni í blandarann þinn og láttu hrærast vel.  Bættu te-blöndunni saman við og hrærðu enn betur saman.

Kvöldverður 

Ljúffeng kjúklingasúpa

  • 1 msk ólífuolía
  • 100 g beikon, skorið í bita
  • 400 g kjúklingalundir, skornar í bita
  • 1 laukur, saxaður
  • 2 hvítlauksrif, söxuð
  • 2 stórar gulrætur, afhýddar og sneiddar
  • 400 g sæt kartafla, afhýdd og skorin í munnbita
  • 2 tsk oreganó krydd
  • 2 tsk basiliku krydd
  • 1 tsk rósmarín krydd
  • 1 tsk dillfræ
  • 2 lárviðarlauf
  • 3 msk hvítvínsedik
  • 2 l vatn
  • 2 kjúklingakraftsteningar
  • 3 msk tómatþykkni
  • Handfylli steinselja, söxuð
  • Salt og nýmalaður pipar eftir smekk
 
Hitið olíuna í potti við meðalhita, steikið beikonið og kjúklinginn og leggið á eldhúspappír. Steikið laukana, gulræturnar og sætu kartöflurnar þar til að þær verða mjúkar í gegn. Bætið kryddunum út í og eldið í 1-2 mínútur, hellið þá edikinu saman við og látið það gufa upp. Bætið vatninu og kjúklinga-kraftinum saman við og látið malla í 30-40 mínútur. Bætið þá tómat-þykkninu, beikoninu og kjúklingnum saman við og látið malla í 15 mínútur. Kryddið með salti og pipar og stráið steinselju yfir.

Morgunverður

Gula bomban

 • 2 frosnir bananar
 • 2 msk macaduft
 • 2 msk chiafræ
 • ½ - 1 tsk turmeric krydd
 • 1 mangó
 • 1 bolli kókosvatn (eða venjulegt vatn) 

Aðferð:

Allt sett saman í blandaran.  Skreytt með gojiberjum og mórberjum.

Kvöldverður

Quinoa klattar með hvítlauks aioli (glúteinlaust)

 • 2-4 msk af kókósolíu
 • 1 bolli af elduðu quinoa
 • 3 meðal stór egg (nota stappaðar kartöflur ef þú ert vegan)
 • 1 meðal stór gulrót
 • 1 lítill laukur – afar fínt saxaður
 • 1 msk af graslauk – fínt söxuðum
 • 1 msk af kóríander – söxuðu
 • ¼ bolli af muldum möndlum
 • Salt og pipar eftir smekk

Hráefni fyrir hvítlauks aioli:

 • ½ bolli af möndlum eða kasjúhnetum sem hafa legið í vatni í a.m.k 4 tíma
 • 1-2 hvítlauksgeirar, kramdir
 • 1 msk af Dijon sinnepi
 • 2 msk af sítrónusafa
 • 2 msk af ólífuolíu
 • ¼ - ½ bolli af vatni – bara meta hversu mikið vatn þarf
 • ¼ tsk af sjávarsalti

Leiðbeiningar:

Settu allt klatta hráefnið í skál og blandaðu því mjög vel saman.  Bættu 2 msk af kókósolíu á meðal stóra pönnu og ekki hafa hitann of mikinn.  Gott er að nota ausu til að búa til klattana og því næst skellir þú þeim á pönnuna og passaðu upp á að þeir snertist ekki.  Eldið í nokkrar mínútur á hvorri hlið eða þar til klattar eru létt gylltir, leggið síðan á eldhúspappír og þerrið. Endurtakið þetta þar til öll klatta blandan er búin. Bættu við kókósolíu á pönnuna ef þess þarf.  Takið nú hráefnið í hvítlauks aioli sósuna (nema vatnið) og setjið í blandara á mikinn hraða og látið blandast vel saman. Farið svo að hella vatninu hægt og rólega saman við eða þangað til sósan er kremkennd og alls ekki of þunn.

Morgunverður

Grænn vanillu og lime smoothie

 • ½ bolli af vanillu jógúrt
 • 1 bolli af spínat ferskum – troðið eins miklu og kemst í bollann
 • 2 tsk af hunangi
 • ½ banana, bestur ef hann er frosinn
 • 2 msk af ferskum lime safa
 • ½ tsk af vanilla
 • ½ bolli af mjólk eða kókósmjólk
 • ½ - 1 bolli af ís

Leiðbeiningar:

Settu allt hráefnið fyrir utan ísinn í blandarann og láttu hrærast vel saman. Settu svo ísinn út í og láttu blandast betur.  Helltu þessum gæða drykk í glas og berðu fram með röri.

Kvöldverður

Besta Pastað

Innihald: 

 • 450 g speltpasta 
 • 100 g sólþurrkaðir tómatar
 • 1 rautt chili
 • 2 msk ferskur sítrónusafi
 • 50 g furuhnetur
 • 50 g mosarellaostur
 • rifinn parmesanostur
 • sjávarsalt
 • nýmalaður pipar.

Sósa:

 • 100 g klettasalat
 • 25 g fersk basilíka
 • 3 stk hvítlauksrif
 • 1 dl ólífuolía.
 1. Sjóðið pastað, látið vatnið renna vel af því og setjið í fallega skál.
 2. Skerið tómatana í strimla, fræhreinsið chili og skerið í langa strimla, þurrristið furuhneturnar og setjið allt í skálina ásamt sítrónusafanum og mosarellaostinum.
 3. Búið til sósuna með því að setja allt í matvinnsluvélina, maukið vel og hellið yfir pastað.
 4. Saltið og piprið eftir smekk og rífið parmesanost yfir.

Þennan rétt held ég að ég hafi gert langoftast í mínu eldhúsi og hann er ekki glútenlaus. Krakkanir mínir elska hann og alltaf þegar ég hef hann í boðum þá er ég beðin um uppskriftina. Hann er auðvitað frá Sollu og er í Hagkaupsbókinni Grænn Kostur undir nafninu Speltpasta með klettasalatpestó. Mér finnst við hæfi að kalla hann bara Besta Pasta þar sem þetta er besti pastaréttur í heimi að mínu mati og okkar allra í fjölskyldunni. Hann klikkar einfaldlega aldrei þessi réttur. Við erum reyndar farin að kalla hann Pastað á Gló því þar fæst mjög líkur pastaréttur sem við tökum oft heim þegar við nennum ekki að elda.

Morgunverður

Hafragrautur með karamelluseraðri Döðluplómu (Glútein frír og Vegan)

ráefni:

 • 2 litlar döðluplómur (þessar sem líta út eins og tómatar)
 • 1 tsk kókós olía
 • 1 tsk kanill
 • 1 tsk balsamic vinegar

Hafragrauturinn:

 • hálfur bolli hafrar
 • 1 bolli vatn
 • 1/3 bolli möndlumjólk
 • 1 tsk kanill
 • 1 til 2 dropar af Stevia
 • 1 msk hemp fræ (eða fræ að eigin vali)

Matreiðslan:

Settu hálfan bolla af höfrum saman við 1 bolla af vatni og eldaðu í örbylgjuofni í 7 mínútur og hrærðu saman, láttu eldast í aðrar 2 mínútur. Má einnig elda á eldavél í potti í 15 mínútur á meðal hita og hræra stöku sinnum.

Bættu  svo 1/3 bolla af möndlumjólkinni, 1 tsk af kanil og dropa af Stevia og hrærðu saman við.

Skerðu döðluplómurnar í litla bita.

Settu 1 tsk af kókósolíu á pönnu á meðal hita.  Bættu döðluplómunum saman við ásamt balsamic vinegar og kanil. Má bæta við meiri kanil eftir smekk.  Látið malla í 3 til 4 mínútur og snúði bitunum við og eldið í aðrar 3 til 4 mínútur.  Slökktu á hitanum.  Bættu hemp fræjum eða fræjum að eigin vali ofan á hafragrautinn og síðast en ekki síst, settu döðluplómubitana ofan á toppinn.  Þetta er afar sætt og gott á bragðið án þess að nokkur sykur komi hér nálægt.

Kvöldverður

Alvöru pönnupizza með heilhveitibotni

Pizzadeig(gerir  ca. 3 stk  10 tommu pizzur ,þykkbotna)

 • 2 dl Vatn (volgt)
 • 3 tsk þurrger
 • 1 tsk sykur
 • 200 g heilhveiti
 • 150 g fínt spelt
 • 1 tsk salt
 • 2 msk Isíó-olía / ólívuolía

Aðferð:

Blandið saman, vatninu, gerinu og sykrinum saman í hrærivélarskál og hrærið í smástund þar til að gerið leysist aðeins upp, þá er restinni bætt útí og hnoðið nokkuð hressilega saman þar til deigið klessist ekki lengur við skálina (ath. gæti þurft að bæta pínulitlu hveiti útí ef deigið er of blautt) látið deigið standa undir rökum klút eða loki í ca. 40 mín eða þar til að deigið tvöfaldist í stærð.

Á meðan er steikar panna hituð á vægum hita , helst panna með húð sem ekki brennur við,  Þá er degið skorið í tvennt og hnoðað saman í kúlur og þær látnar standa undir rökum klút í 10 mín áður enn þær eru flatnar út í pizzur sem eru jafnstórar og pannan sem pizzurnar skulu steikjast á.

Hitið aðeins undir pönnunni enn ekki hafa hitann á hæsta enn samt vel heit, setjið soldið olíu á pönnuna og skellið pizzunni á pönnuna og hafið hraðar hendur á að laga deigið til á pönnunni þar sem hún þarf ekki langan tíma, þegar það er komin smá steikaráferð undir pizzabotninn(munið að þessi hlið mun snúa niður í ofninum á eftir) snúið þá pizzunni aðeins á hina hliðina og steikið þar bara í örstutta stund(kanski 20 sekúndur) færið pizzuna yfir á ofnplötu og gerið það sama við næstu.

Nú ætti að vera kominn alvöru pönnupizzubotn, og síðan er ofninn stilltur á yfirhita (yfir-grill) og þegar sósan, osturinn og áleggið er allt klárt og komið á botninn þá er pizzan bökuð við yfirhitan þar til að yfirborðið á pizzunni er bakað því að það þarf ekki að hafa áhyggjur af botninum því að hann er náttúrulega orðinn forbakaður og klár. 

Pizzasósan (leyniuppskrift)

 • 3 msk tómatkraftur
 • 1 dl vatn
 • 2 msk tómatsósa
 • 3 msk hvítlauksolía
 • 2 msk rifinn parmesanostur
 • 1 msk oregano
 • ½ msk basil
 • ½ msk timian
 • ½ tsk chiliduft
 • Salt og pipar

Aðferð :

Öllu blandað saman.

 

Morgunverður

Kotasælupönnsur

 • 200gr Kotasæla
 • 2 dl Haframjöl
 • 3 stk Egg
 • 1 tsk Vanilludropar
 • Kanill eftir smekk

-  Setja allt hráefnið í blandara

-  Hita pönnu í ~5 mín með PAM spreyi eða olíu

-  Setja sirka 2 msk í einu á pönnuna

-  Snúa við hverri pönnsu þegar smá kúlur myndast

Kvöldverður

Grilluð svínalund­ með bláberja chutney

Innihald: 
 • 1 tsk kúmenfræ
 • 500 g bláber
 • 200 g rauð vínber, skorin til helminga
 • 1 msk rifið engifer
 • 1 stk skalottlaukur, saxaður
 • 120 ml vatn
 • salt og nýmalaður pipar
 • 2 tsk rauðvínsedik
 • 700 g svínalund
 
Aðferð:
Þurrristið kúmenfræin í meðal­heitum potti. Setjið bláber, vínber, engifer, skalottlauk og vatn í pottinn og hitið að suðu. Lækkið hitann og látið malla í 20–25 mínútur eða þar til berin eru orðin að mauki. Gætið þess að hræra í þeim öðru hverju. Bætið 1 tsk af ediki út í og kryddið með salti og pipar. Grillið lundina á meðalheitu grilli í 10–15 mín. á hvorri hlið. Kjötið á að ná 70° kjarnhita ef notaður er kjarnhitamælir. Kryddið kjötið með salti og pipar og pakkið því inn í álpappír og látið standa í 10 mínútur áður en það er skorið. Gott er að bera fram með fersku salati með sinnepssósu.

 

Tengt efni:

Afrískur réttur með hakki, eplum og eggjum

Ofnbakað lambalæri með dukkah og rauðrófum

Sjúklega góð kaka.