Fara í efni

Pasta með beikoni, döðlum og vínberjum

Þessi æðisgengna pastauppskrift er frá Gulur, rauður, grænn og salt Njótið vel!
Súper girnilegt
Súper girnilegt

Þessi æðisgengna pastauppskrift er frá Gulur, rauður, grænn og salt 

Njótið vel!

Pasta með beikoni, döðlum og vínberjum

Uppskrift fyrir 4
Eldunartími 20 mínútur

 

 

Hráefni: 

400 g spagettí
1 ½ kjúklingateningur
2 dl vatn
100 g rjómaostur
2 dl matreiðslurjómi
pipar
2 msk steinselja, þurrkuð
2 tsk oreganó, þurrkað
150 g beikon, smátt skorið
120 g sveppir, saxaðir
4 hvítlauksrif, söxuð
100 g valhnetur, skornar í tvennt
300 g rauð vínber, skorin í tvennt
180 g döðlur, steinlausar, saxaðar

Leiðbeiningar: 

  1. Sjóðið pasta samkvæmt leiðbeiningum á pakkningu.
  2. Hitið vatnið í potti og setjið kjúklingateninga út í. Bætið rjómaosti og rjóma saman við og hitið að suðu. Kryddið með pipar steinselju og oregano. Takið til hliðar.
  3. Steikið beikonið á þurri pönnu. Bætið því næst við smá olíu og látið sveppi og hvítlauk saman við.
  4. Hellið rjómaostasósunni út á pönnunna ásamt valhnetunum og látið malla í um 5 mínútur.
  5. Bætið vínberjum og döðlum saman við sósuna og  sósunni síðan saman við pastað.
    Piprið ríflega, berið fram og njótið vel!

Uppskrift fengið af vef.hun.ish