Fara í efni

Humar með kúrbítsnúðlum.

Humarinn steikti ég upp úr 1 tsk. af ísl.smjöri hvítlauk, salt og pipar....örlítið af sítrónusafa.
Humar alltaf góður.
Humar alltaf góður.

Kvöldmaturinn :)

Eldaði "Humar pasta"

Yddaði niður Kúrbít fyrir mig sem núðlur.
En sauð Rapunzel pasta skrúfur fyrir fjölsk.
Er sjálf mikið meira fyrir kúrbítinn bara :)

Humarinn steikti ég upp úr 1 tsk. af ísl.smjöri
hvítlauk, salt og pipar....örlítið af sítrónusafa.

Sósan.

Skar niður grænmeti.
Paprika
Vorlaukur
Kúrbítur
Chillí
Hvítlaukur
Nokkrir dropar af olíu á pönnuna...og kryddað með salt-pipar og töfrakryddinu frá Pottagöldrum.
Þegar orðið smá steikt bæta við vatni og Rapunzel grænmetis krafti.
Skella sveppaosti úr öskju og camenbert.
Þá þynna út með fjörmjólk....þetta er dásamlegt :)

Í blá lokin bæta humrinum og vökvanum af honum saman við sósuna :)

Ég átti svo til gufusoðið brokólí....sem er voðalega gott með svona rétt.

Reddy :)
Humar er nú bara eitt það besta í heimi hér <3
Og skemmtilegt að lenda á tilboði ....Nettó alveg að gera sig í tilboðstútti :)