Fara í efni

Girnilegt humarpasta

Svona gerum við vel við okkur
Svona gerum við vel við okkur

Hráefni

4 skammtar tagliatelle-pasta
20 stk. litlir humarhalar
300 ml humarsoð
svartur pipar
hvítlaukur
nokkur strá af graslauk
1 stk. rauðlaukur
1 stk. paprika
100 g fetaostur
Parmesanostur eftir smekk
Grænmeti sem er til í ísskápnum

Aðferð

1.
Skelflettið humarinn og takið svarta þráðinn (görnina) úr miðju humarhalans. Léttsteikið humarinn upp úr smjöri og kryddið með hvítlauk.

2.
Sjóðið á meðan pastað í potti. Gott er að setja 2 tsk. salt í pottinn. Passið að sjóða pastað ekki lengur en stendur á umbúðunum. Léttsteikið það grænmeti sem til er, t.d. rauðlauk, lauk, papriku, gulrætur o.s.frv.

3.
Hitið humarsoð og þykkið með ögn af Maizena-mjöli, hrærðu með ögn af vatni. Notið sem sósu yfir pastað. Frábært er að nota humarsúpu sem hentar ekkert síður sem sósa. Það sparar mikinn tíma að frysta afgang af humarsúpu og nota svo eftir þörfum. Blandið því næst humrinum, grænmetinu og ostinum saman.

Borið fram með einföldu ferskusalati og baguettebrauð