Fara í efni

Chia grautur fyrir tvo

Gott er að strá kanil yfir eða niðurskornum ávötum
Gott er að strá kanil yfir eða niðurskornum ávötum

Chia grautur fyrir tvo

Chiafræin eru góð fyrir þá sem eru með glútenóþol. Chiafræin er líka mun fljótlegra að leggja í bleyti heldur en önnur fræ en þau þarf aðeins að hafa í bleyti í um 10-20 mínútur, en því lengur því betra og best yfir nótt.

Hráefni:

½ dl Chia fræ

vatn eða möndlumjólk/rísmjólk

banani eða aðrir ferskir ávextir eða frosin ber

kanill

Þegar fræin eru öll vel böðuð er gott að taka hálfan banana og mauka hann léttilega með grautnum með gaffli í skálinni eða setja frosin bláber eða önnur ber eða ávexti út í. Gott er að strá kanil yfir eða niðurskornum ávötum.

Önnur útfærsla:

Setjið ½ dl af chia fræjum í skál og baðið þau í vatni, þegar þau hafa legið nógu lengi (minnst 10 mínútur) er gott að hræra vel í grautnum og tryggja að það séu engir kekkir af þurrum fræjum.  Því lengur sem þau fá að liggja í vatninu, því meira tútna þau út og því best ef þau fá að liggja yfir nótt. Einnig er gott að bleyta þau í möndlumjólk, sojamjólk, haframjólk eða rísmjólk eftir smekk.

Það er svo mjög auðvelt og gott að gera góðan og saðsamann morgundrykk úr sömu innihaldsefnum . Þá eru settir um 300 ml af valinni mjólk í glas með loki, bætt við ¼ dl af chia fræjum, um 1 dl af frosnum bláberjum og drykkurinn er síðan hristur vel saman. Látið drykkinn svo standa  í glasinu í um 30 mínútur áður en hann er  drukkinn. Þá fá chia fræin að þenjast út og frosnu bláberin halda drykknum köldum.

Höfundur Stefanía Sigurðardóttir