Fara í efni

Kúrbíts, feta og spínat klattar með hvítlauks Tzatziki

Gott sem meðlæti og frábær leið að lauma smá grænmeti í mataræðið fyrir þá sem eru ekkert of hrifnir af þessu græna.
Kúrbíts, feta og spínat klattar með hvítlauks Tzatziki

Gott sem meðlæti og frábær leið að lauma smá grænmeti í mataræðið fyrir þá sem eru ekkert of hrifnir af þessu græna.

Þessir klattar bragðast dásamlega.

Það verður gleði sprengja hjá bragðlaukunum.

Uppskrift er fyrir 12 klatta.

Hráefni:

Fyrir hvítlauks Tzatziki:

1 ½ bolli og grískum hreinum jógúrt

4 hvítlauksgeirar

1 gúrka í minni kantinum – fjarlægja hýði og saxa vel niður

2 tsk af ólífuolíu – eða þinni uppáhalds

Safi úr ½ sítrónu

2 msk af dilli

Gróft salt – smakka til

Fyrir kúrbíts,feta og spínat klatta:

2 meðal stórir kúrbítar

3 vel fullar lúkur af baby spínat – saxa niður

½ bolli af feta osti – í mulningi

¼ bolli af krömdum ferskum jurtum – dill, mynta og oregano – allt ferskt

3 stór egg – þeyta þau létt saman

2 skallot laukar – saxaðir vel smátt

2 hvítlauksgeirar - saxa

½ bolli af hveiti

½ tsk baking powder

Salt og pipar eftir smekk

Olífuolía til steikingar – eða þín uppáhalds

Leiðbeiningar:

Taktu fram blandarann þinn, settu allt hráefni fyrir tzatziki í blandara og látið blandast þar til mjúkt. Setjið í skál og kælið.

Takið niðurskorna kúrbítinn og setjið í sigti yfir skál. Stráið einni tsk af salti yfir til að draga út safann og látið þetta sitja svona í korter. Kreistið síðan restina af safa úr kúrbítum með höndum og setjið vökva til hliðar.

Takið stóra skál, blandið saman kúrbítssafa, spínat, feta, kryddjurtum eggjum, skallot lauk og hvítlauk og hrærið vel saman. Síðan setjið þið hveitið og baking powder saman við en bara lítið í einu. Þetta á halda deigi saman.

Hitið ¼ bolla af olíunni á pönnu á meðal hita. Þegar panna er heit þá skal nota skeið og móta klatta á til að setja á pönnu. Mælt er með 3 msk í klatta. Eftir 30 sekúndur þrýstu þeim niður með spaða. Látið steikjast í 3 mínútur á hvorri hlið eða þar til klattar eru gylltir.

Takið af pönnu og leggið á eldhúspappír til að losna við auka olíu.

Berið þetta fram heitt með hvítlauks Tzatziki.

Njótið vel!