Kjúklingaspjót međ appelsínum

Mér finnst alltaf svolítiđ skemmtilegt ađ gera grillspjót og setja á ţau allt sem hugurinn girnist – gefur okkur svo mikla möguleika á ţví ađ grilla allar tegundir af hollu og góđu grćnmeti.

Ţessi spjót eru í miklu uppáhaldi hjá fjölskyldunni en ţađ sem gerir ţađ ađ verkum ađ kjúklingurinn verđur sérstaklega mjúkur ţegar hann er látinn marinerast vel í bćđi ólífuolíu og sýrunni af appelsínunni.

 

Hráefni:

4 kjúklingabringur

1-2 rauđlaukar

2 appelsínur(ein á spjótin og safi úr hálfri í marineringuna)

2 dl Ólífuolía

2 tsk cumin

1 tsk cayenne pipar

2 tsk engifer(ferskt rifiđ niđur)

salt og pipar eftir smekk

Leggiđ í bleyti 10 grillpinna í 10-15 mínútur.

Leiđbeiningar: 

Skeriđ kjúklingabringurnar í bita, blandiđ saman í skál ólífuolíunni, appelsínusafanum og kryddinu og leggiđ kjúklingabitana í kryddlögin.  Skeriđ appelsínuna í 16 bita og rauđlaukinn í 20 bita.  Takiđ svo grillpinnana og rađiđ á ţá, fyrst rauđlauk, síđan kjúklingur og ţar á eftir appelsínu.  Ég setti rauđlauk tvisvar sinnum, appelsínuna tvisvar sinnum og 3 bita af kjúkling á hvert spjót.

Hitiđ útigrilliđ vel og rađiđ grillspjótunum á grilliđ.  Ţađ ţarf ađ grilla spjótin í 15-20 mínútur eđa ţangađ til kjúklingurinn er vel grillađur í gegn og passiđ upp á ađ snúa spjótunum reglulega.

Sósa:

1 dós sýrđur rjómi

2 msk grísk jógúrt

2 hvítlauksrif (pressuđ)

1 tsk engifer

1 tsk cumin

salt og pipar eftir smekk

safi úr hálfri sítrónu

Blandiđ öllu hráefninu vel saman og smakkiđ til eftir smekk. Ţađ er best ađ gera sósuna fyrst og láta hana standa inn í ísskáp á međan veriđ er ađ grilla spjótin.

Svo er auđvitađ bara spurning um hvađa međlćti mađur er međ – fer eftir ţví hvađ er í uppáhaldi hjá manni hverju sinni. Mér finnst t.d alltaf gott ađ hafa sćtar kartöflur međ í hvađa formi sem er, hvort sem ég grilla ţćr eđa set í ofninn.


Athugasemdir


Svćđi

  • Um Heilsutorg
  • Twitter
  • Heilsutorg á Facebook
  • RSS af heilsutorg
  • Mobile útgáfa af heilsutorg.com
  • Veftré