Fara í efni

Kjúklingasæla

Kjúklingasæla eins og hún gerist best
Kjúklingasæla eins og hún gerist best
Fyrir 4
 
Innihald:
3-4 kjúklingabringur (ca 500 g)
1 laukur
1/2 pakki sveppir (125 g)
1 stk  rauð paprika
150 gr gulrætur
1 líti dós kotasæla
1 dl hrein jógúrt
1 msk Tandoori krydd frá Pottagöldrum
2-3 tsk Mangó chutney
Maldon salt
Olía til steikingar
 
Aðferð:
Skerið kjúklingabringur í bita og steikið í olíu á pönnu. Kryddið með Tandoori kryddinu og smá klípu af Maldon salti. 
Skerið lauk, sveppi, papriku og gulrætur smátt og skellið á pönnuna. 
Setjið kotasæluna saman við og látið bráðna ásamt hreinu jógúrtinni. 
Setjið Mangó chutneyið út í og látið malla um stund eða þar til gulræturnar eru farnar að mýkjast. 
Ef vill þá er hægt að þykkja sósuna með t.d. sósujafnara. Borið fram með hrísgrjónum og etv. góðu salati.