Fara í efni

Ítalskur hamborgari með basil majónesi

Mér finnst það besta sem maður gerir er að gera heimagerða hamborgara. Það er svo auðvelt að leika sér með allt það geggjaða hráefni sem hægt er að blanda saman við nautahakk til að fá smá extra gott bragð í kjötið. Þetta er ein leiðin sem mér finnst alveg ótrúlega góð og slær alltaf í gegn.
Einn ítalskur og góður frá Lólý
Einn ítalskur og góður frá Lólý

Mér finnst það besta sem maður gerir er að gera heimagerða hamborgara.

Það er svo auðvelt að leika sér með allt það geggjaða hráefni sem hægt er að blanda saman við nautahakk til að fá smá extra gott bragð í kjötið.

Þetta er ein leiðin sem mér finnst alveg ótrúlega góð og slær alltaf í gegn.

 

Hráefni:

 • 500 gr nautahakk
 • 70 gr rifinn parmesan
 • 2 msk fersk basillika smátt söxuð
 • 5 sólþurrkaðir tómatar smátt saxaðir
 • 1 bréf ítölsk salami smátt söxuð
 • 3 hvítlauksrif pressuð
 • 2 msk chillitómatsósa frá Heinz
 • 1 tsk kjúklingakraftur
 • 1 dl brauðrasp
 • 1 egg
 • salt og pipar eftir smekk
 • 1 kúla ferskur mozzarella ostur
 • tómatar
 • salat
 • hamborgarabrauð eða ciabatta brauð
 • Basil majónessósa(getið gert ykkar eigin sem ég er með uppskrift af hér fyrir neðan eða keypt tilbúið frá Nicolas Vahé)

Leiðbeiningar:

Takið parmesanostinn, basillikuna, sólþurrkuðu tómatana, salami og hvítlaukinn og blandið saman í skál. Blandið hakkinu síðan saman við ásamt egginu, tómatsósunni, kraftinum og brauðraspinu. Ég blanda þessu öllu saman með höndunum en ef þið viljið hafa þetta mjög fínt þá er gott að setja þetta allt saman í matvinnsluvél. Kryddið borgarana eftir smekk og grillið á miklum hita á útigrillinu í 5-7 mínútur á hvorri hlið.
Ég nota ciabatta brauð og set smá hvítlauksolíu á þau og grilla í nokkrar mínútur.
Síðan er bara að raða á borgarann eftir sínu eigin höfði, ég setti salat neðst svo tómata og mozzarella sneiðar. Síðan setti ég smá af  piparrótarsósu á hamborgarann og smurði hann með basil majónesinu.

Basil majónes

 • 4 msk majónes
 • 2 tsk ólífumauk
 • 3 msk fersk basillika smátt söxuð
 • salt og pipar
 • aromat

Blandið öllu saman í skál og látið standa í ísskápnum í lágmark nokkra klukkutíma, þá verður það miklu betra. Það sama má segja um borgarana en það er best að gera þá deginum áður eða allavega um morguninn áður en á að elda þá.

Birt í samstarfi við

 

 

Tengt efni: